Litla-Grá og Lítla-Hvít komnar til síns heima Sylvía Hall skrifar 10. ágúst 2020 09:52 Mjaldrasysturnar hafa verið fluttar í Klettsvík. Aðsend Mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þær stöllur eru nú staðsettar í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær aðlagast nýjum heimkynnum áður en þeim er endanlega sleppt út í kvína. Klettsvík er staðsett við mynni Vestmannaeyjahafnar en hópur sérfræðinga og dýralækna fylgdu Litlu Grá og Litlu Hvít í flutningunum. Hvalirnir eru sagðir við hestaheilsu og nærast vel eftir stutta ferð frá aðlögunarstað þeirra í Vestmannaeyjum. Mjaldrasysturnar voru fluttar frá Kína í júní á síðasta ári og tók ferðalagið nítján klukkustundir. Flugu þær frá Sjanghæ til Íslands og voru svo fluttar til Vestmannaeyja. Þetta er í fyrsta sinn sem Litla Grá og Litla Hvít eru í náttúrulegu umhverfi í hafinu síðan þær voru fluttar frá rússneskri hvalarannsóknarstöð árið 2011 að því er segir í fréttatilkynningu um flutninginn. Þær verða undir stöðugu eftirliti sérfræðinga á meðan þær aðlagast aðstæðum. Andy Bool, forstjóri SEA LIFE TRUST, segir það mikið ánægjuefni að mjaldrarnir séu komnir í Klettsvík. Þær séu nú einu skrefi nær því að vera sleppt út í kvína. „Eftir miklar æfingar og undirbúning þá er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt gengið betur en við þorðum að vona. Nú tekur við aðlögun undir ströngu eftirliti sérfræðinga og dýralækna. Ég á von á að við getum flutt fréttir af því þegar þeim verður endanlega sleppt út í kvína fljótlega,” segir Andy Bool. Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Tengdar fréttir Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00 Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þær stöllur eru nú staðsettar í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær aðlagast nýjum heimkynnum áður en þeim er endanlega sleppt út í kvína. Klettsvík er staðsett við mynni Vestmannaeyjahafnar en hópur sérfræðinga og dýralækna fylgdu Litlu Grá og Litlu Hvít í flutningunum. Hvalirnir eru sagðir við hestaheilsu og nærast vel eftir stutta ferð frá aðlögunarstað þeirra í Vestmannaeyjum. Mjaldrasysturnar voru fluttar frá Kína í júní á síðasta ári og tók ferðalagið nítján klukkustundir. Flugu þær frá Sjanghæ til Íslands og voru svo fluttar til Vestmannaeyja. Þetta er í fyrsta sinn sem Litla Grá og Litla Hvít eru í náttúrulegu umhverfi í hafinu síðan þær voru fluttar frá rússneskri hvalarannsóknarstöð árið 2011 að því er segir í fréttatilkynningu um flutninginn. Þær verða undir stöðugu eftirliti sérfræðinga á meðan þær aðlagast aðstæðum. Andy Bool, forstjóri SEA LIFE TRUST, segir það mikið ánægjuefni að mjaldrarnir séu komnir í Klettsvík. Þær séu nú einu skrefi nær því að vera sleppt út í kvína. „Eftir miklar æfingar og undirbúning þá er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt gengið betur en við þorðum að vona. Nú tekur við aðlögun undir ströngu eftirliti sérfræðinga og dýralækna. Ég á von á að við getum flutt fréttir af því þegar þeim verður endanlega sleppt út í kvína fljótlega,” segir Andy Bool.
Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Tengdar fréttir Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00 Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00