„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2020 12:27 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, mælir með notkun gríma til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg til að minnka áhættuna á smiti og ef meirihluti einstaklinga í lokuðu rými sé með grímur sé hugsanlega hægt að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það hafa verið fráleita tilhugsun fyrir nokkrum vikum og mánuðum að buff eða bómullargrímur gætu skilað árangri. Það virðist hins vegar skipta máli og þegar smit er komið inn í samfélagið geti það haft mikil áhrif. „Manni fannst fráleitt þegar var verið að tala hérna um buff eða bómullargrímur, maður bara svolítið hló að því fyrir nokkrum mánuðum, en þetta virðist skipta máli og þegar við erum bara komin á þetta stig að veiran er komin aftur inn í samfélagið þá held ég að við sem heilbrigðisstarfsmenn myndum vilja gera allt til að vernda einstaklingana,“ segir Bryndís í vikulokunum á Rás 1 í morgun. Henni hafi þótt það fráleit hugmynd fyrir nokkrum mánuðum að Íslendingar færu að ganga um með grímur eða fara út í búð með grímur. „Eins og við kannski munum voru bæði CDC (sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna) og WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) sem mæltu með í mars og apríl almennri grímunotkun.“ Grímur minnki útbreiðslu veirunnar Ástæða þess að fólk hafi ekki notað grímur í upphafi sé að hluta til að almennur skortur var á grímum og áhyggjur hafi verið uppi að heilbrigðisstarfsfólk hafði jafnvel ekki nægilegan aðgang að grímum. Þá séu einnig tvær tegundir af grímum sem hægt hafi verið að nota. Það væru skurðstofugrímur, sem fást í flestum lyfjaverslunum, og veirugrímur, sem eru mun þéttari og eru notaðar þegar berklasjúklingum, sjúklingum með hlaupabólu og sjúklingum með mislinga er sinnt. „Þær eru ekki fyrir almenning enda engin þörf á þeim fyrir almenning, en það sem við erum að tala um eru þessar almennu skurðstofugrímur. Þegar maður var að skoða þessar upplýsingar enn og aftur í vor, vitandi þá það sem maður vissi um veiruna, og það er alveg ljóst að við vitum meira nú og þessi veira hún er ekki að hegða sér eins og aðrar veirur,“ segir Bryndís. Nú þurfi að grípa til hvaða aðgerða sem er til að minnka útbreiðsluna. „Þá er talið að þessar venjulegu, hefðbundnu skurðstofugrímur sem eru bara lausar að þær hjálpi við að minnka útbreiðslu veirunnar. Þannig að það er ekki hundrað prósent en það er enginn að tala um hundrað prósent, við vitum að við hundrað prósent losnum ekki við veiruna.“ „Hugmyndin er sú og upplýsingar sýna að með því að minnka veirumagn sem sýktur smitar frá sér miðað við það sem ekki smitaður andar að sér þá getum við minnkað magn veikindanna en hugsanlega getur sá einstaklingur líka myndað mótefni þannig að við aukum einkennalaust smit,“ segir Bryndís. Fólk þurfi einnig að meta aðstæðurnar hvar grímunotkun sé nauðsynleg, það sé til að mynda ekki nauðsynlegt að vera með grímu þegar fólk er úti að ganga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 „Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg til að minnka áhættuna á smiti og ef meirihluti einstaklinga í lokuðu rými sé með grímur sé hugsanlega hægt að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það hafa verið fráleita tilhugsun fyrir nokkrum vikum og mánuðum að buff eða bómullargrímur gætu skilað árangri. Það virðist hins vegar skipta máli og þegar smit er komið inn í samfélagið geti það haft mikil áhrif. „Manni fannst fráleitt þegar var verið að tala hérna um buff eða bómullargrímur, maður bara svolítið hló að því fyrir nokkrum mánuðum, en þetta virðist skipta máli og þegar við erum bara komin á þetta stig að veiran er komin aftur inn í samfélagið þá held ég að við sem heilbrigðisstarfsmenn myndum vilja gera allt til að vernda einstaklingana,“ segir Bryndís í vikulokunum á Rás 1 í morgun. Henni hafi þótt það fráleit hugmynd fyrir nokkrum mánuðum að Íslendingar færu að ganga um með grímur eða fara út í búð með grímur. „Eins og við kannski munum voru bæði CDC (sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna) og WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) sem mæltu með í mars og apríl almennri grímunotkun.“ Grímur minnki útbreiðslu veirunnar Ástæða þess að fólk hafi ekki notað grímur í upphafi sé að hluta til að almennur skortur var á grímum og áhyggjur hafi verið uppi að heilbrigðisstarfsfólk hafði jafnvel ekki nægilegan aðgang að grímum. Þá séu einnig tvær tegundir af grímum sem hægt hafi verið að nota. Það væru skurðstofugrímur, sem fást í flestum lyfjaverslunum, og veirugrímur, sem eru mun þéttari og eru notaðar þegar berklasjúklingum, sjúklingum með hlaupabólu og sjúklingum með mislinga er sinnt. „Þær eru ekki fyrir almenning enda engin þörf á þeim fyrir almenning, en það sem við erum að tala um eru þessar almennu skurðstofugrímur. Þegar maður var að skoða þessar upplýsingar enn og aftur í vor, vitandi þá það sem maður vissi um veiruna, og það er alveg ljóst að við vitum meira nú og þessi veira hún er ekki að hegða sér eins og aðrar veirur,“ segir Bryndís. Nú þurfi að grípa til hvaða aðgerða sem er til að minnka útbreiðsluna. „Þá er talið að þessar venjulegu, hefðbundnu skurðstofugrímur sem eru bara lausar að þær hjálpi við að minnka útbreiðslu veirunnar. Þannig að það er ekki hundrað prósent en það er enginn að tala um hundrað prósent, við vitum að við hundrað prósent losnum ekki við veiruna.“ „Hugmyndin er sú og upplýsingar sýna að með því að minnka veirumagn sem sýktur smitar frá sér miðað við það sem ekki smitaður andar að sér þá getum við minnkað magn veikindanna en hugsanlega getur sá einstaklingur líka myndað mótefni þannig að við aukum einkennalaust smit,“ segir Bryndís. Fólk þurfi einnig að meta aðstæðurnar hvar grímunotkun sé nauðsynleg, það sé til að mynda ekki nauðsynlegt að vera með grímu þegar fólk er úti að ganga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 „Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30
„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58