Boð og bönn skipta ekki máli fari fólk ekki eftir þeim Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 18:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjölgun smita eins og sú sem nú á sér stað eigi eftir að endurtaka sig í nánustu framtíð. Landsmenn þurfi að læra að búa með veirunni á meðan hún sé í svo miklum vexti í heiminum. Vísir/Vilhelm Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. Til skoðunar er að herða aðgerðir og setja á neyðarstig almannavarna vegna fjölgunar nýrra smita undanfarna daga. Sautján greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar innanlands í gær, þar af sex sem voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Nú er svo komið að 109 eru í einangrun með veiruna. Einn einstaklingur á fertugsaldri er í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði ljóst að veiran væri búin að grafa um sig víða í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til umræðu sé nú að setja á neyðarstig almannavarna. Það breyti þó ekki endilega miklu í hvernig tekist sé á við veiruna en ákveðin starfsemi gæti þurft að lúta takmörkunum og gera ráðstafanir á vinnustöðum. Neyðarstig almannavarna þýddi ekki sjálfskrafa lokun staða eins og líkamsræktarstöðva, hárgreiðslustofa og sundlauga eins og gerðist í vor. Komi upp alvarleg veikindi og faraldurinn stefni í að fara úr böndunum sagði Þórólfur að mögulega þyrfti að loka slíkum stöðum aftur. Engu að síður sagði Þórólfur að frekari stjórnvaldsaðgerðir væru ekki endilega lausnin. „Það sem skiptir öllu máli hér er að almenningur taki við sér eins og hann gerði í vetur, taki þátt, skilji það sem er verið að gera og fari eftir því. Það skiptir engu máli boð og bönn og hvað við segjum. Ef fólk fer ekki eftir því og tekur ekki þátt þá mun ekkert gerast,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði hann við því að gerist faraldurinn útbreiddur verði mun erfiðara og jafnvel vonlaust að eiga við hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. Til skoðunar er að herða aðgerðir og setja á neyðarstig almannavarna vegna fjölgunar nýrra smita undanfarna daga. Sautján greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar innanlands í gær, þar af sex sem voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Nú er svo komið að 109 eru í einangrun með veiruna. Einn einstaklingur á fertugsaldri er í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði ljóst að veiran væri búin að grafa um sig víða í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til umræðu sé nú að setja á neyðarstig almannavarna. Það breyti þó ekki endilega miklu í hvernig tekist sé á við veiruna en ákveðin starfsemi gæti þurft að lúta takmörkunum og gera ráðstafanir á vinnustöðum. Neyðarstig almannavarna þýddi ekki sjálfskrafa lokun staða eins og líkamsræktarstöðva, hárgreiðslustofa og sundlauga eins og gerðist í vor. Komi upp alvarleg veikindi og faraldurinn stefni í að fara úr böndunum sagði Þórólfur að mögulega þyrfti að loka slíkum stöðum aftur. Engu að síður sagði Þórólfur að frekari stjórnvaldsaðgerðir væru ekki endilega lausnin. „Það sem skiptir öllu máli hér er að almenningur taki við sér eins og hann gerði í vetur, taki þátt, skilji það sem er verið að gera og fari eftir því. Það skiptir engu máli boð og bönn og hvað við segjum. Ef fólk fer ekki eftir því og tekur ekki þátt þá mun ekkert gerast,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði hann við því að gerist faraldurinn útbreiddur verði mun erfiðara og jafnvel vonlaust að eiga við hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31
Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42