Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40
Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27