Vill leysa upp byssusamtökin NRA vegna misferlis og sjálftöku Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 17:45 Wayne LaPierre hefur stýrt NRA um árabil. Dómsmálaráðherra krefst þess að honum verði bannað að stýra samtökunum vegna ásakana um sjálftöku og fjárdrátt. AP/Jose Luis Magana Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira