Mikilvægi Grétars Rafns hjá Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 22:00 Grétar Rafn er mikils metinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Vísir/The Athletic Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira