Vel er fylgst með geymslu á ammóníum nítrat-áburði hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. ágúst 2020 12:10 Hafnarsvæði Beirút er rústir einar eftir sprengingu gærdagsins. Getty/Daniel Carde Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat-áburði hér á landi. Útlit er fyrir að sprengingin í Beirút í gær hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu. Eldurinn hafi svo borist í ammóníum nítrat sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. „Þetta ammóníum nítrat er notað sem áburður víða um heim og frekar vinsælt því það er ódýrt í framleiðslu og einfalt en því miður er það svo að ef það kviknar í því þá getur það sprungið og valdið gríðarlegum sprengingum,“ sagði Dr. Björn Karlsson, dósent við Háskóla Íslands. Dr. Björn Karlsson.Vísir Björn segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun efnisins hér á landi. „Við vorum með áburðarverksmiðju hér til langs tíma en ég ætla bara að segja sjálfur að sem betur fer er búið að leggja hana niður því þessi starfsemi felur í sér gríðarlega áhættu en við flytjum að sjálfsögðu inn áburð og hann er geymdur í höfn o.s.frv. Það er fylgst rosalega vel með þessu núna vegna þessa möguleika að nota það í hryðjuverkastarfsemi. Það er fylgst mjög vel með efninu,“ sagði Björn. Atvikið í Beirút sé ekki fyrsta sprengingin af völdum efnisins. „Það gerðist líka í hafnarborg Peking fyrir um tveimur árum. Þar var við höfnina lager og kviknaði í efni þar en síðan voru 330 tonn af ammóníum nítrat sem sprakk og olli ofboðslegri sprengingu.“ „Það var slys en svo hefur þetta verið notað við hryðjuverk. Til dæmis í Oklahóma sprengingunni árið 1995 þegar 168 létust. Hún varð vegna þess að sprengja var búin til úr efninu,“ sagði Björn. Haldið frá eldfimu efni Hann vill að lengra sé gengið í geymslu á efninu. „Ég hefði viljað láta geyma þetta eins og önnur sprengiefni náttúrulega en það er kannski ekki praktískt,“ sagði Björn. Mannvirkjastofnun gaf út leiðbeiningar um geymslu á áburðinum árið 2018. Þar kemur fram að ekki skuli geyma áburðinn í almennum geymslum innan um vörur sem geta brunnið eða valdið sprengingu heldur eingöngu í geymslu einni sér í nægjanlegri fjarlægð frá öðrum húsum. Óheimilt sé að að geyma meira en 50 tonn af ammoníum nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt geymslusvæðið til slíks og skal geymslustaður alltaf vera utandyra. Líbanon Vísindi Landbúnaður Sprenging í Beirút Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat-áburði hér á landi. Útlit er fyrir að sprengingin í Beirút í gær hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu. Eldurinn hafi svo borist í ammóníum nítrat sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. „Þetta ammóníum nítrat er notað sem áburður víða um heim og frekar vinsælt því það er ódýrt í framleiðslu og einfalt en því miður er það svo að ef það kviknar í því þá getur það sprungið og valdið gríðarlegum sprengingum,“ sagði Dr. Björn Karlsson, dósent við Háskóla Íslands. Dr. Björn Karlsson.Vísir Björn segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun efnisins hér á landi. „Við vorum með áburðarverksmiðju hér til langs tíma en ég ætla bara að segja sjálfur að sem betur fer er búið að leggja hana niður því þessi starfsemi felur í sér gríðarlega áhættu en við flytjum að sjálfsögðu inn áburð og hann er geymdur í höfn o.s.frv. Það er fylgst rosalega vel með þessu núna vegna þessa möguleika að nota það í hryðjuverkastarfsemi. Það er fylgst mjög vel með efninu,“ sagði Björn. Atvikið í Beirút sé ekki fyrsta sprengingin af völdum efnisins. „Það gerðist líka í hafnarborg Peking fyrir um tveimur árum. Þar var við höfnina lager og kviknaði í efni þar en síðan voru 330 tonn af ammóníum nítrat sem sprakk og olli ofboðslegri sprengingu.“ „Það var slys en svo hefur þetta verið notað við hryðjuverk. Til dæmis í Oklahóma sprengingunni árið 1995 þegar 168 létust. Hún varð vegna þess að sprengja var búin til úr efninu,“ sagði Björn. Haldið frá eldfimu efni Hann vill að lengra sé gengið í geymslu á efninu. „Ég hefði viljað láta geyma þetta eins og önnur sprengiefni náttúrulega en það er kannski ekki praktískt,“ sagði Björn. Mannvirkjastofnun gaf út leiðbeiningar um geymslu á áburðinum árið 2018. Þar kemur fram að ekki skuli geyma áburðinn í almennum geymslum innan um vörur sem geta brunnið eða valdið sprengingu heldur eingöngu í geymslu einni sér í nægjanlegri fjarlægð frá öðrum húsum. Óheimilt sé að að geyma meira en 50 tonn af ammoníum nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt geymslusvæðið til slíks og skal geymslustaður alltaf vera utandyra.
Líbanon Vísindi Landbúnaður Sprenging í Beirút Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira