Synti án nærfata í Gjánni í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2020 21:04 Barbara Olguins frá Hellu, sem skellti sér í sund í Gjánni í öllum fötunum og sagði það hafa verið æðislegt. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Örtröð hefur verið um helgina í Þjórsárdal, ekki síst í Gjánni þar sem fólk naut náttúrufegurðar staðarins. Sumir brugðu á það ráð að synda í Gjánni á meðan tólf ára strákur stökk upp á borð og dansaði og söng fyrir viðstadda. Það er mikil náttúrufegurð í Þjórsárdal og margir fengu þá hugmynd um að nýta verslunarmannahelgina til að skoða sig þar um enda veðrið frábært og allir nutu sín hvort sem farið var að bænum Stöng, gengið að Háafossi eða farið í Gjánna þar sem fossar og falleg náttúra umlykur allt. „Þetta er svo fallegt land sem við eigum og það er gaman að sjá hvað það er mikið af Íslendingum hérna,“ segir Guðbjörg Bergsveinsdóttir íbúi á Selfossi, sem var með fjölskyldu sinni í Þjórsárdal. Guðbjörg Bergsveindsóttir, sem var hæstánægð með fjölskylduferðina í Þjórsárdal um helgina í blíðskapar veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson, sem búa í Brussel komu í frí til Íslands til að njóta og slaka á innan um íslenska náttúru. „Þetta er bara magnað, mögnuð fegurð, hér er endalaus fegurð, ólíkt og stórbrotið. Hingað komum við til að fá innblástur, ekki spurning, sérstaklega af því að við búum erlendis, þetta er eins og vítamínsprauta, algjörlega,“ segja þau. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson sóttu sér innblástur í íslenska náttúru í Þjórsárdalnum þegar þau voru þar á ferðinni í gær með börnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er nokkuð vinsælt að skella sér til sunds í Gjánni þó hún sé ísköld. „Þetta var geggjað, þetta er bara yndislegt og yndislegur staður,“ segir Barbara Olguins íbúi á Hellu, sem skellti sér í sund í öllum fötunum. Hvernig stóð á því? „Ég er ekki í nærfötum því ég var líka að synda í Hjálparfossi, þannig að ég neyddist til að vera í fötunum í Gjánni,“ segir Barbara skellihlæjandi. Baldur Björn, sem skemmti gestum í Þjórsárdal í gær með dansi og söng en hann er aðeins 12 ára gamall. Baldur Björn býr í Árbænum með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Sund Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Örtröð hefur verið um helgina í Þjórsárdal, ekki síst í Gjánni þar sem fólk naut náttúrufegurðar staðarins. Sumir brugðu á það ráð að synda í Gjánni á meðan tólf ára strákur stökk upp á borð og dansaði og söng fyrir viðstadda. Það er mikil náttúrufegurð í Þjórsárdal og margir fengu þá hugmynd um að nýta verslunarmannahelgina til að skoða sig þar um enda veðrið frábært og allir nutu sín hvort sem farið var að bænum Stöng, gengið að Háafossi eða farið í Gjánna þar sem fossar og falleg náttúra umlykur allt. „Þetta er svo fallegt land sem við eigum og það er gaman að sjá hvað það er mikið af Íslendingum hérna,“ segir Guðbjörg Bergsveinsdóttir íbúi á Selfossi, sem var með fjölskyldu sinni í Þjórsárdal. Guðbjörg Bergsveindsóttir, sem var hæstánægð með fjölskylduferðina í Þjórsárdal um helgina í blíðskapar veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson, sem búa í Brussel komu í frí til Íslands til að njóta og slaka á innan um íslenska náttúru. „Þetta er bara magnað, mögnuð fegurð, hér er endalaus fegurð, ólíkt og stórbrotið. Hingað komum við til að fá innblástur, ekki spurning, sérstaklega af því að við búum erlendis, þetta er eins og vítamínsprauta, algjörlega,“ segja þau. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson sóttu sér innblástur í íslenska náttúru í Þjórsárdalnum þegar þau voru þar á ferðinni í gær með börnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er nokkuð vinsælt að skella sér til sunds í Gjánni þó hún sé ísköld. „Þetta var geggjað, þetta er bara yndislegt og yndislegur staður,“ segir Barbara Olguins íbúi á Hellu, sem skellti sér í sund í öllum fötunum. Hvernig stóð á því? „Ég er ekki í nærfötum því ég var líka að synda í Hjálparfossi, þannig að ég neyddist til að vera í fötunum í Gjánni,“ segir Barbara skellihlæjandi. Baldur Björn, sem skemmti gestum í Þjórsárdal í gær með dansi og söng en hann er aðeins 12 ára gamall. Baldur Björn býr í Árbænum með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Sund Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira