Hin sterka samtenging Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 17:30 Ég les að Gunnari Smára finnist Viðreisn skrýtinn flokkur. Ég get svo sem skilið að ýmsir telji flokkinn sérstakan þar sem við tilheyrum ekki hinni gömlu pólitísku skilgreiningu um hægri og vinstri. Við erum óþægileg af því að við erum ekki hefðbundin, sjáum ekki veröldina svarta eða hvíta, landsbyggð gegn þéttbýli, kapítalið gegn verkalýð. Þorum að segja að þetta þurfi ekki að vera spurning um annað hvort eða, heldur að lykilorðið í þessu samhengi sé orðið “OG”. Hin sterka samtenging. Ég hef orðið þess ítrekað áskynja að þetta finnist flokkum, bæði gömlum sem nýjum vera ákveðin ógn. Í eina röndina segir fólk í VG okkur vera allt of hægri sinnuð meðan að Sjálfstæðisflokkurinn telur okkur vera óttalegan krataflokk. Nýju flokkunum á jöðrunum finnst við einnig trufla þeirra svarthvítu veröld. Sósíalistaflokkurinn telur okkur tala allt of mikið fyrir samkeppnishæfu atvinnulífi og fjölbreytni í rekstri meðan að í hugarheimi Miðflokks erum við of frjálslynd, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, alþjóðasamstarfi og fjölbreytileika samfélagsins. Við Íslendingar höfum nú þegar upplifað að hefðbundinn vinstri flokkur sem fór með himinskautum í stjórnarandstöðu í tali sínu um réttlæti og sanngirni leiðir í dag ríkisstjórn. En nú er annað upp á teningnum. Í ríkisstjórn, sem leggur sig fram við að næra púkann á fjósbitanum í formi sérhagsmunaafla og þar með helstu bakhjarla stjórnarflokkanna. Gerir lítið sem ekkert til að tryggja að auðlindir verði raunverulega í sameign þjóðarinnar. Gamla kerfið og gömlu hagsmunirnir eru tryggari en sést hefur í langan tíma. Í skjóli vinstri flokks. Sé ekki að neitt muni breytast með tilkomu Sósíalistaflokksins, sem reynir hvað hann getur að vera það sem VG var. Gunnar Smári dregur sérstaklega fram skoðun Söru Daggar Svanhildardóttur Viðreisnarkonu og bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans á skólamálum á Facebook síðu sinni. Hann gerir sér far um að tortryggja hana sem einstakling vegna starfa hennar hjá Samtökum verslunar og þjónustu og fer í kunnuglega nálgun fyrri tíma stjórnmála. Að Sara Dögg vinni fyrir vondu fyrirtækin (sem eru meðal annars skólar) og geti því ekki lagt neitt málefnalegt fram. Sara Dögg hefur alltaf komið til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur margþætta reynslu af skólamálum og var m.a. lengi skólastjóri Hjallastefnunnar. Fyrir utan að vera baráttukona fyrir réttindum minnihlutahópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja. Hún hefur veitt meirihlutanum í Garðabæ öflugt aðhald og lagt fram fjölbreyttar tillögur sem snerta meðal annars málefni eldri borgara, fatlaðra, barna, ungmenna, skóla, menningar, lista, reksturs og fjármála. Það er rétt að Viðreisn telur mikilvægt að fjölbreytt rekstrarform bæði í heilbrigðis- og menntakerfinu verði viðurkennd. Ekki vegna þess að markmiðið sé einkarekstur einn og sér heldur að velferð hvers og eins verði tryggð og þekking sem best nýtt. Í þágu einstaklinga og samfélags. Að fjölbreytni í rekstri geti leitt til fjölbreyttari úrræða fyrir einstaklinga og hópa með mismunandi þarfir og foreldrar geti valið um leiðir sem henta þeirra eigin börnum. Ef þetta stuðlar síðan að betri rekstri og nýtingu fjármuna er það bónus fyrir alla. Við erum vonandi langflest sammála því að hið opinbera beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni og hún verði fremstu röð. Það sama gildir um menntakerfið. Við verðum að tryggja jöfn tækifæri allra, að allir finni til öryggis, samkenndar og njóti góðrar þjónustu. Það útilokar hins vegar ekki að einkaaðilar geti einnig komið að því að sinna þeirri þjónustu sem við þurfum á að halda. Alveg eins og gert er á Norðurlöndum með góðum árangri. Það hefur sýnt sig að samstarf hins opinbera við sjálfstætt starfandi aðila eins og Krabbameinsfélagið, Hugarafl, hjúkrunarheimilin, sjúkraþjálfara, tannlækna, Háskólann í Reykjavík, Arnarskóla, Hjallastefnuna, Ísaksskóla, Tækniskólann og Verslunarskólann hefur frekar styrkt samfélagið en hitt. Svo ég nefni nú ekki hið ógurlega fyrirtæki Íslenska erfðagreiningu. Og jafnvel gert það að verkum að við nýtum þekkingu, dýrmætan tíma og fjármagn betur en ella hefði verið. Fæstir þessara aðila greiða arð heldur er rekstrarafgangur notaður til áframhaldandi innri uppbyggingar. En svo eru auðvitað til aðilar sem vilja út frá hugmyndafræði að fólk, sem þarf t.d. að fara í liðskiptaaðgerðir, bíði frekar mánuðum saman á ríkisbiðlistum og bryðji pillur. Í stað þess að sinna fólkinu strax og auka lífsgæði þess í samvinnu við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólk. Eftir skýrt afmörkuðum reglum og viðmiðum. Gunnar Smári heggur síðan að ósekju að Samfylkingunni. Ekki ætla ég að halda hlífiskildi yfir Samfylkingunni en honum til hugarhægðar þá er rétt að draga fram að réttilega hafa það verið fulltrúar Viðreisnar í Borgarstjórn sem hafa gætt þess að mál hinna sjálfstæðu skóla hafa verið tekin til málefnalegrar umfjöllunar og afgreiðslu. Með það í huga að tryggja fjölbreytni og valfrelsi í skólamálum fyrir borgarbúa. Og vissulega er hin “agalega” lækkun fasteignagjalda einnig tilkomin vegna setu Viðreisnar í meirihluta í borgarstjórn. Jafnframt áherslur um fjölbreyttar samgöngur í formi nýrra hjólaleiga í samstarfi við, já einmitt - einkaaðila. Svo eitthvað sé nefnt. Ég hef haft nokkuð gaman af Gunnari Smára. Hann hefur nú augljóslega fundið fjölina sína í gegnum Sósíalistaflokkinn og óska ég honum velfarnaðar. Hitt er síðan að í mínum huga er Sósíalistaflokkurinn ásamt Miðflokknum eins fjarri Viðreisn á hinu pólitíska litrófi og hægt er. Má vera að Gunnari Smára þyki það hið mesta hól. Það breytir ekki því að áfram verður verður jafn atkvæðisréttur, sanngjarnt auðlindagjald, sterkt velferðarkerfi, öflugt alþjóðasamstarf, nýr gjaldmiðill og samkeppnishæft atvinnulíf á dagskrá Viðreisnar. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég les að Gunnari Smára finnist Viðreisn skrýtinn flokkur. Ég get svo sem skilið að ýmsir telji flokkinn sérstakan þar sem við tilheyrum ekki hinni gömlu pólitísku skilgreiningu um hægri og vinstri. Við erum óþægileg af því að við erum ekki hefðbundin, sjáum ekki veröldina svarta eða hvíta, landsbyggð gegn þéttbýli, kapítalið gegn verkalýð. Þorum að segja að þetta þurfi ekki að vera spurning um annað hvort eða, heldur að lykilorðið í þessu samhengi sé orðið “OG”. Hin sterka samtenging. Ég hef orðið þess ítrekað áskynja að þetta finnist flokkum, bæði gömlum sem nýjum vera ákveðin ógn. Í eina röndina segir fólk í VG okkur vera allt of hægri sinnuð meðan að Sjálfstæðisflokkurinn telur okkur vera óttalegan krataflokk. Nýju flokkunum á jöðrunum finnst við einnig trufla þeirra svarthvítu veröld. Sósíalistaflokkurinn telur okkur tala allt of mikið fyrir samkeppnishæfu atvinnulífi og fjölbreytni í rekstri meðan að í hugarheimi Miðflokks erum við of frjálslynd, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, alþjóðasamstarfi og fjölbreytileika samfélagsins. Við Íslendingar höfum nú þegar upplifað að hefðbundinn vinstri flokkur sem fór með himinskautum í stjórnarandstöðu í tali sínu um réttlæti og sanngirni leiðir í dag ríkisstjórn. En nú er annað upp á teningnum. Í ríkisstjórn, sem leggur sig fram við að næra púkann á fjósbitanum í formi sérhagsmunaafla og þar með helstu bakhjarla stjórnarflokkanna. Gerir lítið sem ekkert til að tryggja að auðlindir verði raunverulega í sameign þjóðarinnar. Gamla kerfið og gömlu hagsmunirnir eru tryggari en sést hefur í langan tíma. Í skjóli vinstri flokks. Sé ekki að neitt muni breytast með tilkomu Sósíalistaflokksins, sem reynir hvað hann getur að vera það sem VG var. Gunnar Smári dregur sérstaklega fram skoðun Söru Daggar Svanhildardóttur Viðreisnarkonu og bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans á skólamálum á Facebook síðu sinni. Hann gerir sér far um að tortryggja hana sem einstakling vegna starfa hennar hjá Samtökum verslunar og þjónustu og fer í kunnuglega nálgun fyrri tíma stjórnmála. Að Sara Dögg vinni fyrir vondu fyrirtækin (sem eru meðal annars skólar) og geti því ekki lagt neitt málefnalegt fram. Sara Dögg hefur alltaf komið til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur margþætta reynslu af skólamálum og var m.a. lengi skólastjóri Hjallastefnunnar. Fyrir utan að vera baráttukona fyrir réttindum minnihlutahópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja. Hún hefur veitt meirihlutanum í Garðabæ öflugt aðhald og lagt fram fjölbreyttar tillögur sem snerta meðal annars málefni eldri borgara, fatlaðra, barna, ungmenna, skóla, menningar, lista, reksturs og fjármála. Það er rétt að Viðreisn telur mikilvægt að fjölbreytt rekstrarform bæði í heilbrigðis- og menntakerfinu verði viðurkennd. Ekki vegna þess að markmiðið sé einkarekstur einn og sér heldur að velferð hvers og eins verði tryggð og þekking sem best nýtt. Í þágu einstaklinga og samfélags. Að fjölbreytni í rekstri geti leitt til fjölbreyttari úrræða fyrir einstaklinga og hópa með mismunandi þarfir og foreldrar geti valið um leiðir sem henta þeirra eigin börnum. Ef þetta stuðlar síðan að betri rekstri og nýtingu fjármuna er það bónus fyrir alla. Við erum vonandi langflest sammála því að hið opinbera beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni og hún verði fremstu röð. Það sama gildir um menntakerfið. Við verðum að tryggja jöfn tækifæri allra, að allir finni til öryggis, samkenndar og njóti góðrar þjónustu. Það útilokar hins vegar ekki að einkaaðilar geti einnig komið að því að sinna þeirri þjónustu sem við þurfum á að halda. Alveg eins og gert er á Norðurlöndum með góðum árangri. Það hefur sýnt sig að samstarf hins opinbera við sjálfstætt starfandi aðila eins og Krabbameinsfélagið, Hugarafl, hjúkrunarheimilin, sjúkraþjálfara, tannlækna, Háskólann í Reykjavík, Arnarskóla, Hjallastefnuna, Ísaksskóla, Tækniskólann og Verslunarskólann hefur frekar styrkt samfélagið en hitt. Svo ég nefni nú ekki hið ógurlega fyrirtæki Íslenska erfðagreiningu. Og jafnvel gert það að verkum að við nýtum þekkingu, dýrmætan tíma og fjármagn betur en ella hefði verið. Fæstir þessara aðila greiða arð heldur er rekstrarafgangur notaður til áframhaldandi innri uppbyggingar. En svo eru auðvitað til aðilar sem vilja út frá hugmyndafræði að fólk, sem þarf t.d. að fara í liðskiptaaðgerðir, bíði frekar mánuðum saman á ríkisbiðlistum og bryðji pillur. Í stað þess að sinna fólkinu strax og auka lífsgæði þess í samvinnu við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólk. Eftir skýrt afmörkuðum reglum og viðmiðum. Gunnar Smári heggur síðan að ósekju að Samfylkingunni. Ekki ætla ég að halda hlífiskildi yfir Samfylkingunni en honum til hugarhægðar þá er rétt að draga fram að réttilega hafa það verið fulltrúar Viðreisnar í Borgarstjórn sem hafa gætt þess að mál hinna sjálfstæðu skóla hafa verið tekin til málefnalegrar umfjöllunar og afgreiðslu. Með það í huga að tryggja fjölbreytni og valfrelsi í skólamálum fyrir borgarbúa. Og vissulega er hin “agalega” lækkun fasteignagjalda einnig tilkomin vegna setu Viðreisnar í meirihluta í borgarstjórn. Jafnframt áherslur um fjölbreyttar samgöngur í formi nýrra hjólaleiga í samstarfi við, já einmitt - einkaaðila. Svo eitthvað sé nefnt. Ég hef haft nokkuð gaman af Gunnari Smára. Hann hefur nú augljóslega fundið fjölina sína í gegnum Sósíalistaflokkinn og óska ég honum velfarnaðar. Hitt er síðan að í mínum huga er Sósíalistaflokkurinn ásamt Miðflokknum eins fjarri Viðreisn á hinu pólitíska litrófi og hægt er. Má vera að Gunnari Smára þyki það hið mesta hól. Það breytir ekki því að áfram verður verður jafn atkvæðisréttur, sanngjarnt auðlindagjald, sterkt velferðarkerfi, öflugt alþjóðasamstarf, nýr gjaldmiðill og samkeppnishæft atvinnulíf á dagskrá Viðreisnar. Höfundur er formaður Viðreisnar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun