Skagamenn mættu í hundraðatali í skimun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 19:00 Hér má sjá heilbrigðisstarfsmann taka sýni úr Sævari Frey Þráinsyni, bæjarstjóra á Akranesi. Vísir/EInar Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira