Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 12:00 Guðni er bjartsýnn á að Íslandsmótið geti haldið áfram. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net sem er á dagskrá X-ins 977 alla laugardaga. „Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar,“ sagði Guðni meðal annars. Þar vitnar hann í tilmæli sóttvarnarlæknis sem ÍSÍ hefur ítrekað við sérsambönd sín. Stefnt er að því að fresta öllum æfingum og keppnum sem innihalda snertingu til 13. ágúst hið minnsta. KSÍ hefur sem stendur frestað öllu til 5. ágúst og vill helst ekki þurfa fresta enn frekar. Þá mun sambandið funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni er bjartsýnn á framhaldið. Það er að hægt verði að klára Íslandsmótið. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um 1-2 vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Lykilatriðið er að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“ „Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið.“ KSÍ hefur gefið út að ekki þurfi að leika alla leikina til að skera úr um hver endi uppi sem sigurvegari. Þá segir Guðni að nóvember sé hálfgerður varamánuður. „Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net sem er á dagskrá X-ins 977 alla laugardaga. „Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar,“ sagði Guðni meðal annars. Þar vitnar hann í tilmæli sóttvarnarlæknis sem ÍSÍ hefur ítrekað við sérsambönd sín. Stefnt er að því að fresta öllum æfingum og keppnum sem innihalda snertingu til 13. ágúst hið minnsta. KSÍ hefur sem stendur frestað öllu til 5. ágúst og vill helst ekki þurfa fresta enn frekar. Þá mun sambandið funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni er bjartsýnn á framhaldið. Það er að hægt verði að klára Íslandsmótið. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um 1-2 vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Lykilatriðið er að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“ „Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið.“ KSÍ hefur gefið út að ekki þurfi að leika alla leikina til að skera úr um hver endi uppi sem sigurvegari. Þá segir Guðni að nóvember sé hálfgerður varamánuður. „Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07
Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00
Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30
Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57
Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30