Fari svo að FH komist í gegnum fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar gæti félagið mætt enska stórliðinu Tottenham í 2. umferðinni.
Dale Johnson, sem er ritstjóri hjá ESPN, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld hvaða mótherjum Tottenham gæti mætt.
FH ku vera eitt þeirra en til þess þarf FH að komast í gegnum fyrstu umferðina.
A selection of teams Spurs could draw in the Europa League 2QR. #COYS
— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 1, 2020
Kesla FK
Torshavn
Neftchi Baku
Kaysar Kyzylorda
Ordabasy Shymkent
Sutjeska Niksic
FK Riteriai
FH Hafnarfjardar
Santa Coloma
Shakhtior Saligorsk
Kalju Nomme
Backa Topola
Vojvodina Novi Sad
OFI Heraklion
Fyrsta umferðin fer fram síðar í mánuðinum og það eru væntanlega margir sem munu bíða í ofvæni eftir drættinum í fyrstu tvær umferðirnar.
FH-liðið er með mikla reynslu í Evrópukeppni en þó er breyting á Evrópukeppninni þetta árið.
Einungis einn leikur fer fram í fyrstu umferðum undankeppninnar í stað tveggja og því fá liðin annað hvort heimaleik eða útileik. Það gæti, eðlilega, skipt sköpum.
Jose Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen myndu því hittast á nýjan leik en Jose þjálfaði Eið hjá Chelsea eins og kunnugt er, með frábærum árangri.