Frestun Ólympíuleikana jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara Anton Ingi Leifsson skrifar 1. ágúst 2020 20:00 Hilmar Örn Jónsson á Íslandsmetið í sleggjukasti. vísir Frestun Ólympíuleikana í Tókýó er jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara, Hilmar Örn Jónsson, en hann hafði enn ekki náð lágmarki á leikana. Hilmar Örn var í viðtali í Sportpakka kvöldsins en þar ræddi Hilmar m.a. um markmiðið að komast á leikana sem var frestað um eitt ár. „Ég hafði stefnt að því að ná lágmarki í sumar en það gekk ekki alveg eins og ég hafði vonað,“ sagði Hilmar Örn. „Núna hef ég tækifæri til þess að halda áfram að æfa og vonandi kemur lágmarkið sem fyrst.“ Hilmar hefur lengst kastað 75,26 metra en hann vantar um tvo og hálfan metra til þess að ná lágmarkinu inn á leikana. „Æfingar hafa gengið það vel að ég leyfi mér að vera mjög bjartsýnn. Vonandi get ég haldið áfram að æfa óáreittur í haust og vor og farið út í æfingabúðir. Þá ætti allt að ganga smurt.“ Síðustu fjögur ár hefur hann dvalið og keppt í Bandaríkjunum en hann var í námi við University of Virginia. Hann útskrifaðist þaðan í desember síðastliðnum. „Ég hugsa að ég eigi svona tíu ár eftir og þá mögulega tíu ár í að ég toppi svo ég er þolinmóður og held áfram að gera mitt besta á hverju ári. Svo sjáum við hverju það skilar. Vonandi getur maður verið að keppa um medalíur einhverntímann.“ „Það er mjög erfitt að vera alltaf hérna einn heima. Ég var í Bandaríkjunum á síðasta tímabili og fór svo út og keppti á nokkrum mótum. Ég náði að skreppa í einhverjar vikur og náði nokkrum mótum í Finnlandi.“ „Ég fann það strax að ég var óvanur því að fá keppni svo ég hefði viljað halda áfram að komast á mót þar sem er mikil keppni.“ Klippa: Sportpakkinn - Hilmar Örn Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Frestun Ólympíuleikana í Tókýó er jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara, Hilmar Örn Jónsson, en hann hafði enn ekki náð lágmarki á leikana. Hilmar Örn var í viðtali í Sportpakka kvöldsins en þar ræddi Hilmar m.a. um markmiðið að komast á leikana sem var frestað um eitt ár. „Ég hafði stefnt að því að ná lágmarki í sumar en það gekk ekki alveg eins og ég hafði vonað,“ sagði Hilmar Örn. „Núna hef ég tækifæri til þess að halda áfram að æfa og vonandi kemur lágmarkið sem fyrst.“ Hilmar hefur lengst kastað 75,26 metra en hann vantar um tvo og hálfan metra til þess að ná lágmarkinu inn á leikana. „Æfingar hafa gengið það vel að ég leyfi mér að vera mjög bjartsýnn. Vonandi get ég haldið áfram að æfa óáreittur í haust og vor og farið út í æfingabúðir. Þá ætti allt að ganga smurt.“ Síðustu fjögur ár hefur hann dvalið og keppt í Bandaríkjunum en hann var í námi við University of Virginia. Hann útskrifaðist þaðan í desember síðastliðnum. „Ég hugsa að ég eigi svona tíu ár eftir og þá mögulega tíu ár í að ég toppi svo ég er þolinmóður og held áfram að gera mitt besta á hverju ári. Svo sjáum við hverju það skilar. Vonandi getur maður verið að keppa um medalíur einhverntímann.“ „Það er mjög erfitt að vera alltaf hérna einn heima. Ég var í Bandaríkjunum á síðasta tímabili og fór svo út og keppti á nokkrum mótum. Ég náði að skreppa í einhverjar vikur og náði nokkrum mótum í Finnlandi.“ „Ég fann það strax að ég var óvanur því að fá keppni svo ég hefði viljað halda áfram að komast á mót þar sem er mikil keppni.“ Klippa: Sportpakkinn - Hilmar Örn
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira