Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 15:30 Nær ómögulegt er að viðhalda tveggja metra reglunni inn á knattspyrnuvellinum. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. KSÍ mun funda með yfirvöldum strax eftir helgina vegna Covid-19 mála og í kjölfarið upplýsa frekar um stöðu mála. https://t.co/9hSCqHriuC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 1, 2020 KSÍ gaf í dag út yfirlýsingu þar sem það kemur fram að sambandið muni funda með yfirvöldum að lokinni Verslunarmannahelgi. „Hvatti ÍSÍ íþróttahreyfinguna til að fara að tilmælum heilbrigðisyfirvalda [og fresta þar með öllum æfingum og keppnisleikjum til 13. ágúst] og að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „KSÍ tekur undir með ÍSÍ og ítrekar til aðildarfélaga að ekki sé æft með snertingu iðkenda í eldri aldursflokkum [meistaraflokki og 2. flokki], að tveggja metra reglan sé virt eins og mögulegt er og æft án snertingar einstaklinga. KSÍ mun funda með yfirvöldum strax eftir helgina, eins og fram kemur í fundargerð stjórnar frá 30. júlí, og stjórn sambandsins mun koma saman í kjölfarið og upplýsa frekar um stöðu mála,“ segir einnig í yfirlýsingu KSÍ. Þá hefur sambandið sagt að það muni taka málefni 3. flokks til skoðunar en þar má yngra árið æfa en ekki eldra árið. „Knattspyrnuhreyfingin er hluti af samfélaginu. Það er skylda allra [leikmanna og starfsmanna liða, forsvarsmanna félaga, áhorfenda og annarra þátttakenda í knattspyrnu] að sýna ábyrgð og gæta að sóttvörnum í knattspyrnustarfinu og þar með í okkar samfélagi. Hjálpumst að, sýnum yfirvegun og samstöðu og komumst í gegnum þetta saman,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. KSÍ mun funda með yfirvöldum strax eftir helgina vegna Covid-19 mála og í kjölfarið upplýsa frekar um stöðu mála. https://t.co/9hSCqHriuC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 1, 2020 KSÍ gaf í dag út yfirlýsingu þar sem það kemur fram að sambandið muni funda með yfirvöldum að lokinni Verslunarmannahelgi. „Hvatti ÍSÍ íþróttahreyfinguna til að fara að tilmælum heilbrigðisyfirvalda [og fresta þar með öllum æfingum og keppnisleikjum til 13. ágúst] og að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „KSÍ tekur undir með ÍSÍ og ítrekar til aðildarfélaga að ekki sé æft með snertingu iðkenda í eldri aldursflokkum [meistaraflokki og 2. flokki], að tveggja metra reglan sé virt eins og mögulegt er og æft án snertingar einstaklinga. KSÍ mun funda með yfirvöldum strax eftir helgina, eins og fram kemur í fundargerð stjórnar frá 30. júlí, og stjórn sambandsins mun koma saman í kjölfarið og upplýsa frekar um stöðu mála,“ segir einnig í yfirlýsingu KSÍ. Þá hefur sambandið sagt að það muni taka málefni 3. flokks til skoðunar en þar má yngra árið æfa en ekki eldra árið. „Knattspyrnuhreyfingin er hluti af samfélaginu. Það er skylda allra [leikmanna og starfsmanna liða, forsvarsmanna félaga, áhorfenda og annarra þátttakenda í knattspyrnu] að sýna ábyrgð og gæta að sóttvörnum í knattspyrnustarfinu og þar með í okkar samfélagi. Hjálpumst að, sýnum yfirvegun og samstöðu og komumst í gegnum þetta saman,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira