Sendiherra Póllands á Íslandi mun koma áhyggjum Íslandsdeildar Evrópuráðsins áleiðis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 22:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Einar Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“ Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“
Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07