Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2020 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti aftur til leiks á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira