Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 15:56 Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, (t.h.) hefur lengi reitt sig á stuðning stjórnvalda í Kreml. Undanfarið hefur hann sakað ríkisstjórn Rússlands undir stjórn Vladímírs Pútín forseta (t.v.) um að ætla að innlima Hvíta-Rússland og heitið því að koma í veg fyrir þau áform. AP/Mikhail Klimentjev/Spútnik Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58