Funda með lögmannsstofu Samherja í september Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 11:54 Rannsókn á málefnum Samherja í Namibíu stendur yfir hjá héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. Samherji segist ætla að bjóða fram „aðstoð“ vegna rannsókna á spillingarásökunum. Eftir að ásakanir komu fram um að félög Samherja hefðu greitt embættismönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að aflaheimildum og komið fjármunum undan skatti í vetur tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka reksturinn í Namibíu. Tilkynnt var um lok rannsóknar norsku stofunnar á miðvikudag en ekki niðurstöðum. Þar kom einnig fram að samkomulag lægi fyrir um að lögmenn Wikborg Rein funduðu með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Samherji ætli að bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökununum í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að fundur með lögmönnum Wikborg Rein sé áætlaður í september að ósk þeirra. Embættið hafi áður fundað með lögmönnum stofunnar. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort að héraðssaksóknari tæki við eða falaðist eftir gögnum úr rannsókn Wikborg Rein. Nokkrir sagðir með réttarstöðu grunaðra Rannsóknir standa yfir á málefnum Samherja í Namibíu og á Íslandi. Héraðssaksóknar og skattrannsóknastjóri eru með málið á sinni könnu hér á landi. Ólafur Þór hefur lítið viljað tjá sig um framgang rannsóknarinnar hér. Í síðustu viku greindi Kjarninn frá því að nokkrir einstaklingar hefðu réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á Íslandi, þar á meðal Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem hefur sagst hafa framið glæpi þar í landi fyrir hönd fyrirtækisins. Heimildir Vísi hermdu þá að yfirheyrslur hefðu farið fram hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. Samherji segist ætla að bjóða fram „aðstoð“ vegna rannsókna á spillingarásökunum. Eftir að ásakanir komu fram um að félög Samherja hefðu greitt embættismönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að aflaheimildum og komið fjármunum undan skatti í vetur tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka reksturinn í Namibíu. Tilkynnt var um lok rannsóknar norsku stofunnar á miðvikudag en ekki niðurstöðum. Þar kom einnig fram að samkomulag lægi fyrir um að lögmenn Wikborg Rein funduðu með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Samherji ætli að bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökununum í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að fundur með lögmönnum Wikborg Rein sé áætlaður í september að ósk þeirra. Embættið hafi áður fundað með lögmönnum stofunnar. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort að héraðssaksóknari tæki við eða falaðist eftir gögnum úr rannsókn Wikborg Rein. Nokkrir sagðir með réttarstöðu grunaðra Rannsóknir standa yfir á málefnum Samherja í Namibíu og á Íslandi. Héraðssaksóknar og skattrannsóknastjóri eru með málið á sinni könnu hér á landi. Ólafur Þór hefur lítið viljað tjá sig um framgang rannsóknarinnar hér. Í síðustu viku greindi Kjarninn frá því að nokkrir einstaklingar hefðu réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á Íslandi, þar á meðal Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem hefur sagst hafa framið glæpi þar í landi fyrir hönd fyrirtækisins. Heimildir Vísi hermdu þá að yfirheyrslur hefðu farið fram hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12