Íslandsvinur sér eftir grimmúðlegum þjálfunaraðferðum Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 08:30 Gerrit Beltman og Stasja Köhler á móti snemma á 10. áratug síðustu aldar. Köhler hefur ásamt Simone Heitinga skrifað bók þar sem þær lýsa andlegu og líkamlegu ofbeldi sem þjálfarinn beitti. mynd/ANP Hollenski fimleikaþjálfarinn Gerrit Beltman er mikill Íslandsvinur og hefur átt í samstarfi við Fimleikasamband Íslands og Gróttu á síðustu tveimur áratugum. Hann hefur til að mynda hjálpað til við æfingabúðir hér á landi og tekið á móti íslenskum fimleikastelpum til æfinga í Belgíu þegar hann starfaði þar, og leyft þeim að gista á heimili sínu. Beltman viðurkenndi í viðtali í Hollandi á dögunum að hann hefði beitt grimmúðlegum þjálfunaraðferðum á sínum ferli, til að mynda þegar hann var landsliðsþjálfari Hollands á síðustu öld. Hann hafi niðurlægt iðkendur með það eitt að markmiði að þeir ynnu til verðlauna, og hann skammist sín. Dregin eftir gólfinu og kastað út í vegg Fyrrverandi fimleikakonur í Hollandi hafa í kjölfarið stigið fram og sakað hann um að gera lítið úr því hvernig hann hagaði sér, og bent á fleiri þjálfara sem séu tæplega skárri. Núverandi landsliðsþjálfarar hafa verið settir til hliðar tímabundið á meðan að rannsókn á málinu fer fram, í óþökk Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur (sem á íslenska foreldra) og annarra núverandi landsliðskvenna Hollands. Stasja Köhler og Simone Heitinga skrifuðu bók árið 2013 og lýstu því andlega og líkamlega ofbeldi sem þær urðu fyrir af hendi Beltman, sem landsliðskonur Hollands seint á síðustu öld. Heitinga sagði eftir viðtalið við Beltman, sem birtist í Noordhollands Dagblad fyrir skömmu, að hún hefði reiðst við að sjá að hann reyndi að fegra hlutina. „Ef Beltman var reiður við mig, til dæmis ef ég gerði ekki einhverja æfingu, réðst hann á mig í búningsklefanum. Ég var dregin eftir gólfinu, mér lyft upp á hálsinum og hent niður, hrækt á mig og mér kastað út í vegg,“ sagði Heitinga meðal annars. Köhler og fleiri urðu vitni að þessu, þá jafnvel ungar stúlkur, á lokaáratug síðustu aldar. „Virkilega góður þjálfari“ en ekki gallalaus Sif Pálsdóttir, fyrrverandi afrekskona í fimleikum, þekkir Beltman vel en hún æfði til að mynda hjá honum 15 ára gömul í lok árs 2002 og dvaldi á heimili hans, ásamt æfingafélaga sem og þáverandi þjálfara sínum hjá Gróttu, Berglindi Pétursdóttur. Beltman hefur síðan haldið góðu sambandi við fimleikaforkólfa á Íslandi og var síðast hér á landi í fyrra með belgískt lið við æfingar, að sögn Sifjar. Hann starfar nú í Singapúr. Sif kynntist Beltman talsvert síðar en þær Köhler og Heitinga. Hún segir þjálfunaraðferðir hans vissulega hafa verið harkalegar, stundum hafi hann gengið of langt, en þó aldrei beitt líkamlegu ofbeldi svo að hún vissi til, eins og hann er sakaður um að hafa gert áður en hann kynntist Íslendingunum. „Ég myndi aldrei segja að hann hafi niðurlægt mig sem iðkanda, aldrei,“ segir Sif, og telur að upplifun annarra íslenskra fimleikakvenna sem komist hafi í kynni við Beltman sé sú sama. Sif Pálsdóttir og Harpa Snædís Hauksdóttir fóru ásamt þjálfaranum Berglindi Pétursdóttur og dvöldu hjá Beltman í lok ás 2002.Úr DV 6. janúar 2003. „Ég fer ekki ofan af því að hann sé virkilega góður fimleikaþjálfari. Hann kann að búa til góðar fimleikastelpur. Hvort að það sé allt fullkomið sem hann gerir? Það er náttúrulega ekki til sá þjálfari sem er ekki með einhverja galla,“ segir Sif við Vísi. „Fimleikarnir eru „hardcore“. Þetta er mjög andleg íþrótt – þú þarft að vera rosalega sterkur andlega. Hann beitti ýmsum aðferðum, sem maður er ekki endilega sáttur með, og hann hefði getað gert hlutina öðruvísi. En fyrir mér var hann mjög góður þjálfari og ég var mjög ánægð með hann.“ „Braut mig svolítið niður andlega“ Sif, sem varð meðal annars Norðurlandameistari í fjölþraut 2006 og fimmfaldur Íslandsmeistari í fjölþraut á sínum ferli, lýsir sinni upplifun af Beltman svona: „Hann braut mig svolítið niður andlega. Ég man eftir einu tilviki þar sem hann sagði að ég yrði of glöð yfir litlum hlutum. Að ég þyrfti að vera harðari við sjálfa mig ef ég ætlaði að ná lengra. Þetta var hans leið til að ýta mér lengra, sem hann sagði að ég gæti ef ég vildi. Ég ætti að setja mér stærri markmið í stað þess að gleðjast yfir litlum hlutum. Ég var unglingur þarna, 15-16 ára, og þetta særði mig smá. En þetta var ekki alvarlegra en þetta. Hann beitti mig og íslensku fimleikastelpurnar ekki neinu líkamlegu ofbeldi. Ég hef aldrei orðið vitni af slíku,“ segir Sif. Sif Pálsdóttir varð Evrópumeistari í hópfimleikum eftir að ferlinum í áhaldafimleikum lauk. Hér er hún, lengst til vinstri, með liðsfélögum úr Evrópumeistaraliðinu.Mynd/FSÍ Eyþóra Elísabet Þórsdóttir, landsliðskona Hollands sem á íslenska foreldra, hefur ásamt liðsfélögum sínum sent út yfirlýsingu. Þær segjast hafa samúð með þeim sem hafi neikvæða reynslu af því að æfa fimleika en að sá veruleiki sem lýst hafi verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar voru hluti af þjálfun, tilheyri fortíðinni. Slíkt sé ekki eitthvað sem þær hafi upplifað í sinni þjálfun. STATEMENT De afgelopen periode vormt er een opeenstapeling van triest nieuws vanuit de turnwereld. Eerst...Posted by Eythora Thorsdottir on Mánudagur, 27. júlí 2020 Sif bendir á að með meiri þekkingu sé þjálfun betri í dag, og sjálfsagt „mannúðlegri“ í augum þeirra sem standa fyrir utan fimleikasalinn. Henni hafi þó aldrei fundist Beltman niðurlægja sig, þó að hann gæti verið „leiðinlegur“ og hún verið sár út í hann. „Ég var afreksmaður í fimleikum og þú þarft að hafa bein í nefinu til þess, og það komast ekki allir þangað sem að ég komst. Þú þarft ákveðna hörku til þess. Þetta var hans leið til að ýta mér lengra áfram,“ segir Sif sem er sjálf menntaður íþróttafræðingur og starfar hjá fimleikafélaginu Gerplu. Aðrar aðferðir í dag „Í gamla daga má segja að þetta hafi verið þannig að iðkandinn var brotinn niður til þess að byggja hann upp. Sú aðferð er nú ekki notuð í dag held ég, heldur meiri jákvæði og hvatning. En þeir sem þekkja hvernig fimleikarnir eru, þar sem þú færð einn séns fyrir framan dómara sem dæma þig og reyna að finna það sem er að, skilja að þjálfarinn er alltaf að benda á það sem þú þarft að gera betur. Þú ert alltaf að leitast eftir því að gera eitthvað fullkomið, sem er náttúrulega ekki hægt. Það er alltaf hægt spenna meira úr ristunum, strekkja betur úr hnjánum og svo framvegis. Það er því eðlilegt að þjálfarinn sé alltaf að pikka í þig. Í dag eru fræðin meiri, og ég sem þjálfari segi kannski hvað þarf að gera betur en bendi þá um leið á það sem er gott og hvet áfram.“ Fimleikar Holland Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Hollenski fimleikaþjálfarinn Gerrit Beltman er mikill Íslandsvinur og hefur átt í samstarfi við Fimleikasamband Íslands og Gróttu á síðustu tveimur áratugum. Hann hefur til að mynda hjálpað til við æfingabúðir hér á landi og tekið á móti íslenskum fimleikastelpum til æfinga í Belgíu þegar hann starfaði þar, og leyft þeim að gista á heimili sínu. Beltman viðurkenndi í viðtali í Hollandi á dögunum að hann hefði beitt grimmúðlegum þjálfunaraðferðum á sínum ferli, til að mynda þegar hann var landsliðsþjálfari Hollands á síðustu öld. Hann hafi niðurlægt iðkendur með það eitt að markmiði að þeir ynnu til verðlauna, og hann skammist sín. Dregin eftir gólfinu og kastað út í vegg Fyrrverandi fimleikakonur í Hollandi hafa í kjölfarið stigið fram og sakað hann um að gera lítið úr því hvernig hann hagaði sér, og bent á fleiri þjálfara sem séu tæplega skárri. Núverandi landsliðsþjálfarar hafa verið settir til hliðar tímabundið á meðan að rannsókn á málinu fer fram, í óþökk Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur (sem á íslenska foreldra) og annarra núverandi landsliðskvenna Hollands. Stasja Köhler og Simone Heitinga skrifuðu bók árið 2013 og lýstu því andlega og líkamlega ofbeldi sem þær urðu fyrir af hendi Beltman, sem landsliðskonur Hollands seint á síðustu öld. Heitinga sagði eftir viðtalið við Beltman, sem birtist í Noordhollands Dagblad fyrir skömmu, að hún hefði reiðst við að sjá að hann reyndi að fegra hlutina. „Ef Beltman var reiður við mig, til dæmis ef ég gerði ekki einhverja æfingu, réðst hann á mig í búningsklefanum. Ég var dregin eftir gólfinu, mér lyft upp á hálsinum og hent niður, hrækt á mig og mér kastað út í vegg,“ sagði Heitinga meðal annars. Köhler og fleiri urðu vitni að þessu, þá jafnvel ungar stúlkur, á lokaáratug síðustu aldar. „Virkilega góður þjálfari“ en ekki gallalaus Sif Pálsdóttir, fyrrverandi afrekskona í fimleikum, þekkir Beltman vel en hún æfði til að mynda hjá honum 15 ára gömul í lok árs 2002 og dvaldi á heimili hans, ásamt æfingafélaga sem og þáverandi þjálfara sínum hjá Gróttu, Berglindi Pétursdóttur. Beltman hefur síðan haldið góðu sambandi við fimleikaforkólfa á Íslandi og var síðast hér á landi í fyrra með belgískt lið við æfingar, að sögn Sifjar. Hann starfar nú í Singapúr. Sif kynntist Beltman talsvert síðar en þær Köhler og Heitinga. Hún segir þjálfunaraðferðir hans vissulega hafa verið harkalegar, stundum hafi hann gengið of langt, en þó aldrei beitt líkamlegu ofbeldi svo að hún vissi til, eins og hann er sakaður um að hafa gert áður en hann kynntist Íslendingunum. „Ég myndi aldrei segja að hann hafi niðurlægt mig sem iðkanda, aldrei,“ segir Sif, og telur að upplifun annarra íslenskra fimleikakvenna sem komist hafi í kynni við Beltman sé sú sama. Sif Pálsdóttir og Harpa Snædís Hauksdóttir fóru ásamt þjálfaranum Berglindi Pétursdóttur og dvöldu hjá Beltman í lok ás 2002.Úr DV 6. janúar 2003. „Ég fer ekki ofan af því að hann sé virkilega góður fimleikaþjálfari. Hann kann að búa til góðar fimleikastelpur. Hvort að það sé allt fullkomið sem hann gerir? Það er náttúrulega ekki til sá þjálfari sem er ekki með einhverja galla,“ segir Sif við Vísi. „Fimleikarnir eru „hardcore“. Þetta er mjög andleg íþrótt – þú þarft að vera rosalega sterkur andlega. Hann beitti ýmsum aðferðum, sem maður er ekki endilega sáttur með, og hann hefði getað gert hlutina öðruvísi. En fyrir mér var hann mjög góður þjálfari og ég var mjög ánægð með hann.“ „Braut mig svolítið niður andlega“ Sif, sem varð meðal annars Norðurlandameistari í fjölþraut 2006 og fimmfaldur Íslandsmeistari í fjölþraut á sínum ferli, lýsir sinni upplifun af Beltman svona: „Hann braut mig svolítið niður andlega. Ég man eftir einu tilviki þar sem hann sagði að ég yrði of glöð yfir litlum hlutum. Að ég þyrfti að vera harðari við sjálfa mig ef ég ætlaði að ná lengra. Þetta var hans leið til að ýta mér lengra, sem hann sagði að ég gæti ef ég vildi. Ég ætti að setja mér stærri markmið í stað þess að gleðjast yfir litlum hlutum. Ég var unglingur þarna, 15-16 ára, og þetta særði mig smá. En þetta var ekki alvarlegra en þetta. Hann beitti mig og íslensku fimleikastelpurnar ekki neinu líkamlegu ofbeldi. Ég hef aldrei orðið vitni af slíku,“ segir Sif. Sif Pálsdóttir varð Evrópumeistari í hópfimleikum eftir að ferlinum í áhaldafimleikum lauk. Hér er hún, lengst til vinstri, með liðsfélögum úr Evrópumeistaraliðinu.Mynd/FSÍ Eyþóra Elísabet Þórsdóttir, landsliðskona Hollands sem á íslenska foreldra, hefur ásamt liðsfélögum sínum sent út yfirlýsingu. Þær segjast hafa samúð með þeim sem hafi neikvæða reynslu af því að æfa fimleika en að sá veruleiki sem lýst hafi verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar voru hluti af þjálfun, tilheyri fortíðinni. Slíkt sé ekki eitthvað sem þær hafi upplifað í sinni þjálfun. STATEMENT De afgelopen periode vormt er een opeenstapeling van triest nieuws vanuit de turnwereld. Eerst...Posted by Eythora Thorsdottir on Mánudagur, 27. júlí 2020 Sif bendir á að með meiri þekkingu sé þjálfun betri í dag, og sjálfsagt „mannúðlegri“ í augum þeirra sem standa fyrir utan fimleikasalinn. Henni hafi þó aldrei fundist Beltman niðurlægja sig, þó að hann gæti verið „leiðinlegur“ og hún verið sár út í hann. „Ég var afreksmaður í fimleikum og þú þarft að hafa bein í nefinu til þess, og það komast ekki allir þangað sem að ég komst. Þú þarft ákveðna hörku til þess. Þetta var hans leið til að ýta mér lengra áfram,“ segir Sif sem er sjálf menntaður íþróttafræðingur og starfar hjá fimleikafélaginu Gerplu. Aðrar aðferðir í dag „Í gamla daga má segja að þetta hafi verið þannig að iðkandinn var brotinn niður til þess að byggja hann upp. Sú aðferð er nú ekki notuð í dag held ég, heldur meiri jákvæði og hvatning. En þeir sem þekkja hvernig fimleikarnir eru, þar sem þú færð einn séns fyrir framan dómara sem dæma þig og reyna að finna það sem er að, skilja að þjálfarinn er alltaf að benda á það sem þú þarft að gera betur. Þú ert alltaf að leitast eftir því að gera eitthvað fullkomið, sem er náttúrulega ekki hægt. Það er alltaf hægt spenna meira úr ristunum, strekkja betur úr hnjánum og svo framvegis. Það er því eðlilegt að þjálfarinn sé alltaf að pikka í þig. Í dag eru fræðin meiri, og ég sem þjálfari segi kannski hvað þarf að gera betur en bendi þá um leið á það sem er gott og hvet áfram.“
Fimleikar Holland Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira