Dyravörður á b5 dæmdur fyrir að fleygja léttadreng á þjóðhátíðardaginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 08:25 B5 dregur nafn sitt af staðsetningu staðarins, Bankastræti 5. Staðnum var gert að loka í kórónuveirufaraldrinum eins og þessi mynd ber með sér. Vísir/Vilhelm Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér. Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér.
Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira