Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 23:49 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Getty/Chip Somodevilla Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira