Deilan um legsteinasafnið snýst um hagsmuni fjárfesta en ekki listsköpun Páls Eva Hauksdóttir skrifar 28. júlí 2020 10:23 Þann 27. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Andrés Magnússon með fyrirsögninni „Listin og stjórnsýslan – Til varnar frænda mínum Páli frá Húsafelli“ þar sem hann leggur út af nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli legsteinasafnsins í Borgarbyggð. Eins og aðrir sem hafa talað máli Páls Guðmundssonar bendir Andrés á að hann sé frábær listamaður. Ég hef ekki séð nokkurn mann efast um að Páll sé merkilegur listamaður og Borgarbyggð til sóma en það bara kemur málinu ekki við, ekki frekar en það hvort hann er vel ættaður eða fríður sýnum. Jafnvel þótt hann væri Leonardo da Vinci endurborinn hefði það enga þýðingu. Málið snýst heldur ekki um það að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, hafi eitthvað á móti Páli, list hans eða áhuga hans á því að varðveita legsteina. Reyndar var það Sæmundur sem safnaði saman fyrstu legsteinunum og kom þeim fyrir í Húsafellskirkju. Hann sá það ekki fyrir að peningamönnum dytti í hug að gera þær minjar að féþúfu. Málið snýst einfaldlega um það hvort Sæmundur Ásgeirsson á rétt á því að hafa sinn rekstur og sín bílastæði í friði. Misskilningur um málið Rétt er að benda á að það er ofsagt hjá Andrési að Páli sé gert að brjóta húsið niður. Honum er gert að fjarlægja það. Vonandi er mögulegt að flytja það. Það kostar auðvitað fyrirhöfn og peninga en á móti má benda á að Páll hefði getað forðast þann kostnað alfarið með því að leita samkomulags við nágrannann og fresta framkvæmdum þar til niðurstaða lægi fyrir. Sú hugmynd að með dómnum sé 40 milljóna hús farið forgörðum er angi af umræðu sem einkennist af nokkrum misskilningi um feril málsins. Það rétta er að deiliskipulag og byggingarleyfi voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) þann 2. ágúst 2016 en þá var engin vinna hafin við legsteinasafnið. Reyndar var ekki byrjað að grafa fyrir því fyrr en í ágúst 2017 þegar málið var komið til Umboðsmanns Alþingis. Það er því alrangt sem margir virðast telja að Páll hafi ekki haft ástæðu til að efast um rétt sinn fyrr en húsið var nær fullbyggt. Borgarbyggð gerði einnig ljósa þá afstöðu sína þegar byggingarleyfi var gefið út að nýju, eftir að hið fyrra hafði verið kært, að frekari framkvæmdir væru á ábyrgð Páls. Páli mátti því vera ljóst að hann væri að taka áhættu. Þótt flestir geti sjálfsagt fundið til með Páli er rétt að hafa í huga að Sæmundur hefur nú staðið í fjögurra ára baráttu til að fá rétt sinn viðurkenndan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Allir sem hafa staðið í langvinnum deilum sem útheimta lögfræðiþjónustu vita að dæmdur málskostnaður hrekkur sjaldnast fyrir raunverulegum útgjöldum sem slík mál hafa í för með sér. Það var þó eina leiðin sem Sæmundi var fær til að takmarka tjón sitt vegna framkvæmda á vegum nágranna síns. Framkvæmdin snýst um ferðamannaiðnað og peningamenn Hvað varðar afglöp Borgarbyggðar í málinu má sannarlega taka undir með Andrési. Af gögnum málsins er ljóst að starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert mörg og stór mistök (sem ég mun rekja síðar) og reyndar vakna spurningar um það hvort valdafólk innan sveitarfélagsins hafi gengið erinda þeirra sem vilja reisa menningarsetur í kringum Húsafellskirkju. Þar er ekki um einkahagsmuni Páls Guðmundssonar að ræða enda fráleitt að listamaður sem er ekki betur staddur fjárhagslega en svo að hann uppfyllir skilyrði gjafsóknar ráðist einn og óstuddur í byggingarframkvæmdir fyrir tugi milljóna, eingöngu til að varðveita legsteina og listaverk. Mágur og viðskiptafélagi Andrésar Magnússonar, athafnamaðurinn Helgi Eiríksson, hefur verið helsti talsmaður framkvæmda í landi Bæjargils a.m.k. frá ársbyrjun 2014. Í janúar það ár mætti Helgi með Páli á fund þar sem leitað var stuðnings sveitaryfirvalda við þessi uppbyggingaráform, svo sem sjá má af fundargerð Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar frá 6. janúar 2014. Helgi hefur alla tíð síðan talað á þeim nótum að mikil menningarstarfsemi sé fyrirhuguð á svæðinu. Ætlunin var augljóslega að koma á fót starfsemi sem stæði undir þeim mikla kostnaði sem lagt hefur verið í. Málið snýst því ekki um það hvort Páll geti haft legsteinasafnið til sýnis heldur það hvort þeir sem ætla að hafa tekjur af ferðamannaiðnaði í kringum það mega ganga á rétt nágranna. Hvaða aðilar það eru sem hafa fjármagnað framkvæmdir í landi Bæjargils og hugðust hafa af þeim tekjur er hinsvegar óljóst. Þegar pistillinn var birtur titlaði ég Andrés Magnússon sem „fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins“. Þar er um allt annan Andrés að ræða. Hlutaðaeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Borgarbyggð Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 27. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Andrés Magnússon með fyrirsögninni „Listin og stjórnsýslan – Til varnar frænda mínum Páli frá Húsafelli“ þar sem hann leggur út af nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli legsteinasafnsins í Borgarbyggð. Eins og aðrir sem hafa talað máli Páls Guðmundssonar bendir Andrés á að hann sé frábær listamaður. Ég hef ekki séð nokkurn mann efast um að Páll sé merkilegur listamaður og Borgarbyggð til sóma en það bara kemur málinu ekki við, ekki frekar en það hvort hann er vel ættaður eða fríður sýnum. Jafnvel þótt hann væri Leonardo da Vinci endurborinn hefði það enga þýðingu. Málið snýst heldur ekki um það að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, hafi eitthvað á móti Páli, list hans eða áhuga hans á því að varðveita legsteina. Reyndar var það Sæmundur sem safnaði saman fyrstu legsteinunum og kom þeim fyrir í Húsafellskirkju. Hann sá það ekki fyrir að peningamönnum dytti í hug að gera þær minjar að féþúfu. Málið snýst einfaldlega um það hvort Sæmundur Ásgeirsson á rétt á því að hafa sinn rekstur og sín bílastæði í friði. Misskilningur um málið Rétt er að benda á að það er ofsagt hjá Andrési að Páli sé gert að brjóta húsið niður. Honum er gert að fjarlægja það. Vonandi er mögulegt að flytja það. Það kostar auðvitað fyrirhöfn og peninga en á móti má benda á að Páll hefði getað forðast þann kostnað alfarið með því að leita samkomulags við nágrannann og fresta framkvæmdum þar til niðurstaða lægi fyrir. Sú hugmynd að með dómnum sé 40 milljóna hús farið forgörðum er angi af umræðu sem einkennist af nokkrum misskilningi um feril málsins. Það rétta er að deiliskipulag og byggingarleyfi voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) þann 2. ágúst 2016 en þá var engin vinna hafin við legsteinasafnið. Reyndar var ekki byrjað að grafa fyrir því fyrr en í ágúst 2017 þegar málið var komið til Umboðsmanns Alþingis. Það er því alrangt sem margir virðast telja að Páll hafi ekki haft ástæðu til að efast um rétt sinn fyrr en húsið var nær fullbyggt. Borgarbyggð gerði einnig ljósa þá afstöðu sína þegar byggingarleyfi var gefið út að nýju, eftir að hið fyrra hafði verið kært, að frekari framkvæmdir væru á ábyrgð Páls. Páli mátti því vera ljóst að hann væri að taka áhættu. Þótt flestir geti sjálfsagt fundið til með Páli er rétt að hafa í huga að Sæmundur hefur nú staðið í fjögurra ára baráttu til að fá rétt sinn viðurkenndan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Allir sem hafa staðið í langvinnum deilum sem útheimta lögfræðiþjónustu vita að dæmdur málskostnaður hrekkur sjaldnast fyrir raunverulegum útgjöldum sem slík mál hafa í för með sér. Það var þó eina leiðin sem Sæmundi var fær til að takmarka tjón sitt vegna framkvæmda á vegum nágranna síns. Framkvæmdin snýst um ferðamannaiðnað og peningamenn Hvað varðar afglöp Borgarbyggðar í málinu má sannarlega taka undir með Andrési. Af gögnum málsins er ljóst að starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert mörg og stór mistök (sem ég mun rekja síðar) og reyndar vakna spurningar um það hvort valdafólk innan sveitarfélagsins hafi gengið erinda þeirra sem vilja reisa menningarsetur í kringum Húsafellskirkju. Þar er ekki um einkahagsmuni Páls Guðmundssonar að ræða enda fráleitt að listamaður sem er ekki betur staddur fjárhagslega en svo að hann uppfyllir skilyrði gjafsóknar ráðist einn og óstuddur í byggingarframkvæmdir fyrir tugi milljóna, eingöngu til að varðveita legsteina og listaverk. Mágur og viðskiptafélagi Andrésar Magnússonar, athafnamaðurinn Helgi Eiríksson, hefur verið helsti talsmaður framkvæmda í landi Bæjargils a.m.k. frá ársbyrjun 2014. Í janúar það ár mætti Helgi með Páli á fund þar sem leitað var stuðnings sveitaryfirvalda við þessi uppbyggingaráform, svo sem sjá má af fundargerð Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar frá 6. janúar 2014. Helgi hefur alla tíð síðan talað á þeim nótum að mikil menningarstarfsemi sé fyrirhuguð á svæðinu. Ætlunin var augljóslega að koma á fót starfsemi sem stæði undir þeim mikla kostnaði sem lagt hefur verið í. Málið snýst því ekki um það hvort Páll geti haft legsteinasafnið til sýnis heldur það hvort þeir sem ætla að hafa tekjur af ferðamannaiðnaði í kringum það mega ganga á rétt nágranna. Hvaða aðilar það eru sem hafa fjármagnað framkvæmdir í landi Bæjargils og hugðust hafa af þeim tekjur er hinsvegar óljóst. Þegar pistillinn var birtur titlaði ég Andrés Magnússon sem „fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins“. Þar er um allt annan Andrés að ræða. Hlutaðaeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar