Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2020 23:13 Guðmundur Hjálmarsson, stofnandi og eigandi verktakafyrirtækisins G. Hjálmarsson hf. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríflega tuttugu manna hópur frá eyfirska verktakanum G. Hjálmarsson hf. vinnur lokaáfanga Dettifossvegar, sem tengir nokkrar frægustu náttúruperlur Norðurlands; Ásbyrgi, Hljóðakletta og Dettifoss, og því er mikil ferðamannaumferð á vinnusvæðinu. „Samt megum við nú vera heppnir núna. Umferðin er svona 35 prósent miðað við það sem hún var í fyrra,“ segir verktakinn Guðmundur Hjálmarsson. Og viðurkennir að þægilegra sé að vinna verkið á tíma covid-ferðatakmarkana. Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri og verkstjóri við Dettifossveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjálmar sonur eigandans er verkstjóri og stýrir jafnframt stórri jarðýtu. Hann segir verkið ganga vel. „Við erum bara á góðri áætlun með þetta. Og erum að klára styrktarlagið hérna vonandi um verslunarmannahelgi,“ segir Hjálmar. Við tökum eftir því að ein búkollan heitir Dettifoss. „Já, ég tók upp á því að hérna þegar ég byrjaði – ég er með sex búkollur hérna – og ég skírði þær allar fossnöfnum,“ segir Guðmundur en nöfnin sótti hann í fossa í Jökulsárgljúfrum og Hólmatungum. -Eimskip hefur ekkert hringt og kvartað? „Nei, ég hef ekki heyrt í þeim,“ svarar Guðmundur og glottir. Búkollan Dettifoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Uppbygging Dettifossvegar vestan Jökulsár hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra langa vegar myndi ljúka á nokkrum árum. En núna sér loks fyrir endann á verkinu. Aðeins 8,5 kílómetrar eru eftir á leiðinni milli Dettifoss og Ásbyrgis, á kafla milli Hólmatungna og Vesturdalsafleggjara. „Við stefnum á að fara að malbika hérna fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Guðmundur. Lokaáfanginn niður í Vesturdal og Hljóðakletta verður þó ekki kláraður fyrr en næsta sumar. Athygli vekur að móinn úr vegstæðinu er aftur lagður í vegkantana og mun þannig gróa saman við veginn á nokkrum árum. Gróðurþekjan sem fjarlægð var úr vegstæðinu er síðan lögð í vegkantana. Þannig mun nýi vegurinn renna saman við náttúrlegt gróðurlendi svæðisins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Gömlu móarnir settir hérna upp að köntunum í lokafrágangi. Kemur bara vel út,“ segir Hjálmar. -Þannig að þetta verður flottur vegur? „Hann verður það. Ætli þetta verði ekki bara einn fallegasti vegur landsins,“ segir verkstjórinn. En hvenær verður svo komið samfellt malbik milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa? „Eigum við ekki að stefna á 1. september,“ svarar Guðmundur. -Þá verður kátt í bæ? „Þá verður kátt í bæ, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Sjá meira
Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríflega tuttugu manna hópur frá eyfirska verktakanum G. Hjálmarsson hf. vinnur lokaáfanga Dettifossvegar, sem tengir nokkrar frægustu náttúruperlur Norðurlands; Ásbyrgi, Hljóðakletta og Dettifoss, og því er mikil ferðamannaumferð á vinnusvæðinu. „Samt megum við nú vera heppnir núna. Umferðin er svona 35 prósent miðað við það sem hún var í fyrra,“ segir verktakinn Guðmundur Hjálmarsson. Og viðurkennir að þægilegra sé að vinna verkið á tíma covid-ferðatakmarkana. Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri og verkstjóri við Dettifossveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjálmar sonur eigandans er verkstjóri og stýrir jafnframt stórri jarðýtu. Hann segir verkið ganga vel. „Við erum bara á góðri áætlun með þetta. Og erum að klára styrktarlagið hérna vonandi um verslunarmannahelgi,“ segir Hjálmar. Við tökum eftir því að ein búkollan heitir Dettifoss. „Já, ég tók upp á því að hérna þegar ég byrjaði – ég er með sex búkollur hérna – og ég skírði þær allar fossnöfnum,“ segir Guðmundur en nöfnin sótti hann í fossa í Jökulsárgljúfrum og Hólmatungum. -Eimskip hefur ekkert hringt og kvartað? „Nei, ég hef ekki heyrt í þeim,“ svarar Guðmundur og glottir. Búkollan Dettifoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Uppbygging Dettifossvegar vestan Jökulsár hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra langa vegar myndi ljúka á nokkrum árum. En núna sér loks fyrir endann á verkinu. Aðeins 8,5 kílómetrar eru eftir á leiðinni milli Dettifoss og Ásbyrgis, á kafla milli Hólmatungna og Vesturdalsafleggjara. „Við stefnum á að fara að malbika hérna fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Guðmundur. Lokaáfanginn niður í Vesturdal og Hljóðakletta verður þó ekki kláraður fyrr en næsta sumar. Athygli vekur að móinn úr vegstæðinu er aftur lagður í vegkantana og mun þannig gróa saman við veginn á nokkrum árum. Gróðurþekjan sem fjarlægð var úr vegstæðinu er síðan lögð í vegkantana. Þannig mun nýi vegurinn renna saman við náttúrlegt gróðurlendi svæðisins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Gömlu móarnir settir hérna upp að köntunum í lokafrágangi. Kemur bara vel út,“ segir Hjálmar. -Þannig að þetta verður flottur vegur? „Hann verður það. Ætli þetta verði ekki bara einn fallegasti vegur landsins,“ segir verkstjórinn. En hvenær verður svo komið samfellt malbik milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa? „Eigum við ekki að stefna á 1. september,“ svarar Guðmundur. -Þá verður kátt í bæ? „Þá verður kátt í bæ, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Sjá meira
Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00