Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2020 15:37 Fréttamenn CBS News ræða við Christinu Ruffini í beinni útsendingu í dag. Skjáskot/CBSN Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. Þetta kom fram í viðtali CBS News við Ruffini nú síðdegis. Annar fréttamannanna sem ræddi við hana tók undir með henni og sagði það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ á vappi í Reykjavík – án allrar öryggisgæslu. Mál Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi vakti mikla athygli um helgina eftir að umfjöllun Ruffini birtist á vef CBS. Gunter er þar sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom hingað til lands í fyrra og óskað eftir því að fá að bera byssu. Þá hafi hann einnig óskað eftir vesti sem ver hann gegn hnífsstungum og brynvörðum bíl, auk þess sem vakin er athygli á því að bandaríska sendiráðið í Reykjavík auglýsti eftir lífverði til starfa fyrr í mánuðinum. Ruslatunnustuldur alvarlegasti glæpurinn Ruffini lýsti því í viðtali við fréttamenn CBS nú síðdegis að íslenskum tíma að henni hefðu mætt „langar þagnir“ þegar hún innti fólk eftir því hvort erindrekar væru í hættu á Íslandi. „Svarið er nei,“ sagði hún sjálf þegar hún var spurð þessarar sömu spurningar í viðtalinu. Þá kvaðst Ruffini hafa rætt við erindreka sem gegnt hefðu embætti á Íslandi. Þeim hefði ekki fundist sér nokkurn tímann ógnað á embættistímanum. Eini „glæpurinn“ sem þeir mundu eftir að hafa orðið fyrir hafi verið þjófnaður á ruslatunnum. Ruffini hafði jafnframt eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að það skyti afar skökku við að óska eftir því að fá að bera vopn og njóta viðveru lífvarðar hér á landi, líkt og sendiherrann hafi gert. Hér þyrftu erlendir embættismenn ekki að vera hræddir við neitt. Forsætisráðherra óhrædd á vappi Undir þetta tók annar fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Ruffini. Hann lýsti því þannig að hann hefði sjálfur komið til Íslands og að í Reykjavík væri það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ [Katrín Jakobsdóttir] á vappi án hvers kyns öryggisgæslu. Þarna væri greinilega um að ræða einn öruggasta stað heims. Þá ræddi Ruffini einnig hina miklu starfsmannaveltu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, sem einmitt er fjallað um í frétt hennar um málið. Þar var haft eftir heimildarmönnum að Gunter hafi haft neikvæð áhrif á starfsanda sendiráðsins. Þá hafi hann þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra og m.a. sakað þá um að tilheyra hinu svokallaða „Djúpríki“. Ruffini sagðist jafnframt hafa sent sendiherranum og sendiráðinu „margar spurningar“ en engin viðbrögð fengið. Það hafi aðeins verið íslenskir fjölmiðlar, sem hún hafi verið í sambandi við, sem hafi fengið nokkuð upp úr sendiráðinu. Umrædda yfirlýsingu, sem Ruffini las upp fyrir fréttamenn CBS, má finna hér að neðan. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“ Utanríkismál Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. Þetta kom fram í viðtali CBS News við Ruffini nú síðdegis. Annar fréttamannanna sem ræddi við hana tók undir með henni og sagði það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ á vappi í Reykjavík – án allrar öryggisgæslu. Mál Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi vakti mikla athygli um helgina eftir að umfjöllun Ruffini birtist á vef CBS. Gunter er þar sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom hingað til lands í fyrra og óskað eftir því að fá að bera byssu. Þá hafi hann einnig óskað eftir vesti sem ver hann gegn hnífsstungum og brynvörðum bíl, auk þess sem vakin er athygli á því að bandaríska sendiráðið í Reykjavík auglýsti eftir lífverði til starfa fyrr í mánuðinum. Ruslatunnustuldur alvarlegasti glæpurinn Ruffini lýsti því í viðtali við fréttamenn CBS nú síðdegis að íslenskum tíma að henni hefðu mætt „langar þagnir“ þegar hún innti fólk eftir því hvort erindrekar væru í hættu á Íslandi. „Svarið er nei,“ sagði hún sjálf þegar hún var spurð þessarar sömu spurningar í viðtalinu. Þá kvaðst Ruffini hafa rætt við erindreka sem gegnt hefðu embætti á Íslandi. Þeim hefði ekki fundist sér nokkurn tímann ógnað á embættistímanum. Eini „glæpurinn“ sem þeir mundu eftir að hafa orðið fyrir hafi verið þjófnaður á ruslatunnum. Ruffini hafði jafnframt eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að það skyti afar skökku við að óska eftir því að fá að bera vopn og njóta viðveru lífvarðar hér á landi, líkt og sendiherrann hafi gert. Hér þyrftu erlendir embættismenn ekki að vera hræddir við neitt. Forsætisráðherra óhrædd á vappi Undir þetta tók annar fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Ruffini. Hann lýsti því þannig að hann hefði sjálfur komið til Íslands og að í Reykjavík væri það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ [Katrín Jakobsdóttir] á vappi án hvers kyns öryggisgæslu. Þarna væri greinilega um að ræða einn öruggasta stað heims. Þá ræddi Ruffini einnig hina miklu starfsmannaveltu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, sem einmitt er fjallað um í frétt hennar um málið. Þar var haft eftir heimildarmönnum að Gunter hafi haft neikvæð áhrif á starfsanda sendiráðsins. Þá hafi hann þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra og m.a. sakað þá um að tilheyra hinu svokallaða „Djúpríki“. Ruffini sagðist jafnframt hafa sent sendiherranum og sendiráðinu „margar spurningar“ en engin viðbrögð fengið. Það hafi aðeins verið íslenskir fjölmiðlar, sem hún hafi verið í sambandi við, sem hafi fengið nokkuð upp úr sendiráðinu. Umrædda yfirlýsingu, sem Ruffini las upp fyrir fréttamenn CBS, má finna hér að neðan. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“
Utanríkismál Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08