Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 12:54 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. Í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að með þessu sé viðræðum nú lokið og nýr kjarasamningur hafi tekið gildi. „Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tólf á hádegi en niðurstöður lágu fyrir nú rétt fyrir klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla hófs miðvikudaginn síðasta, þann 22. júlí. Kjörgengir voru allir starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Þurfa að fljúga fimm tímum lengur á sömu grunnlaunum Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. Júlí en föstudaginn þar áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag, þann 17. júlí, en þær voru dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Þá mun uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verða kynnt i dag en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Uppgjörið verður að öllum líkindum kynnt seinni partinn í dag. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. Í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að með þessu sé viðræðum nú lokið og nýr kjarasamningur hafi tekið gildi. „Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tólf á hádegi en niðurstöður lágu fyrir nú rétt fyrir klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla hófs miðvikudaginn síðasta, þann 22. júlí. Kjörgengir voru allir starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Þurfa að fljúga fimm tímum lengur á sömu grunnlaunum Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. Júlí en föstudaginn þar áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag, þann 17. júlí, en þær voru dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Þá mun uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verða kynnt i dag en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Uppgjörið verður að öllum líkindum kynnt seinni partinn í dag.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent