Heyskapur á blússandi siglingu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2020 19:30 Heyskapur á Suðurlandi hefur gengið óvenjulega vel í sumar enda veðrið búið að vera bændum hagstætt. Flestir eru búnir með fyrsta slátt, annar sláttur er víða hafin og þá er reiknað með að einhverjir nái þriðja slætti í lok sumars. Veðrið hefur leikið við sunnlenska bændur eins og aðra íbúa landshlutans í sumar og ekki spilli sprettan fyrir á túnum bænda. Heyskapur hefur því gengið vel. Sigurður Ágústsson, kúabóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og verktaki í heyskap er sáttur og sæll. „Já, það hefur bara gengið ljómandi vel, ég held að bændur hljóti bara að vera brattir, það er búið að ganga fínt enda búið að vera mjög gott veður síðasta hálfa mánuðinn. Heyin eru mjög góð enda uppskeran góð og gæði heyjanna fín heilt yfir,“ segir Sigurður. Sigurður segir að það færist í vöxt, ekki síst hjá kúabændum að þeir heyi í flatgryfjur eða útistæður, sem hefur gefist mjög vel en það sé þó lang mest að gera í rúlluheyskapnum. „Það er líflegt, já, já, þetta er reyndar búið að vera mjög þægilegt núna síðasta hálfan mánuðinn eða þrjár vikurnar, það er búið að vera svo þurrt og gott og þá er svo þægilegt að eiga við þetta. Það munar öllu, það er minna stress og hægt að geyma til morguns stundum það sem væri hægt að gera í dag, þannig að það er ljómandi þægilegt. Allt bendir til þess að einhverjir bændur á Suðurlandi munu slá þrisvar í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En heldur Sigurður að einhverjir bændur muni slá þrisvar? „Já, ég gæti alveg trúað því, þeir sem voru fyrstir. Við byrjuðum 17. júní, það gæti alveg verið að þeir sem voru fyrstir þurfi að taka þrisvar eitthvað.“ Landbúnaður Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Heyskapur á Suðurlandi hefur gengið óvenjulega vel í sumar enda veðrið búið að vera bændum hagstætt. Flestir eru búnir með fyrsta slátt, annar sláttur er víða hafin og þá er reiknað með að einhverjir nái þriðja slætti í lok sumars. Veðrið hefur leikið við sunnlenska bændur eins og aðra íbúa landshlutans í sumar og ekki spilli sprettan fyrir á túnum bænda. Heyskapur hefur því gengið vel. Sigurður Ágústsson, kúabóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og verktaki í heyskap er sáttur og sæll. „Já, það hefur bara gengið ljómandi vel, ég held að bændur hljóti bara að vera brattir, það er búið að ganga fínt enda búið að vera mjög gott veður síðasta hálfa mánuðinn. Heyin eru mjög góð enda uppskeran góð og gæði heyjanna fín heilt yfir,“ segir Sigurður. Sigurður segir að það færist í vöxt, ekki síst hjá kúabændum að þeir heyi í flatgryfjur eða útistæður, sem hefur gefist mjög vel en það sé þó lang mest að gera í rúlluheyskapnum. „Það er líflegt, já, já, þetta er reyndar búið að vera mjög þægilegt núna síðasta hálfan mánuðinn eða þrjár vikurnar, það er búið að vera svo þurrt og gott og þá er svo þægilegt að eiga við þetta. Það munar öllu, það er minna stress og hægt að geyma til morguns stundum það sem væri hægt að gera í dag, þannig að það er ljómandi þægilegt. Allt bendir til þess að einhverjir bændur á Suðurlandi munu slá þrisvar í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En heldur Sigurður að einhverjir bændur muni slá þrisvar? „Já, ég gæti alveg trúað því, þeir sem voru fyrstir. Við byrjuðum 17. júní, það gæti alveg verið að þeir sem voru fyrstir þurfi að taka þrisvar eitthvað.“
Landbúnaður Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira