Bolsonaro laus við Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 14:34 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. EPA/JOEDSON ALVES Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. Bolsonaro sagði frá smiti sínu þann 7. júlí. Á miðvikudaginn greindist hann enn með sjúkdóminn en hann hefur ekki sagt hvenær þetta nýjasta próf var tekið. Forsetinn fór í próf í byrjun mánaðarins eftir að hann hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eins og þreytu, hita og vöðvaverki. Hann virðist þó ekki hafa orðið alvarlega veikur. - RT-PCR para Sars-Cov 2: negativo.- BOM DIA A TODOS. pic.twitter.com/CkdV59yGXP— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) July 25, 2020 Brasilía er eitt þeirra ríkja sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar þar sem minnst 85.238 hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro sjálfur hefur þó ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins. Hann hefur barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra sem hafa reynt að draga úr dreifingu veirunnar í landinu. Hann hefur rekið tvo heilbrigðisráðherra sem hafa ekki viljað hreyfa sig eftir strengjum forsetans. Í síðustu viku voru tveir mánuðir frá því síðasti heilbrigðisráðherrann var rekinn og hefur hershöfðingi sem er hliðhollur forsetanum stýrt málaflokknum síðan. Í apríl sagði Bolsonaro mikilvægt að opna hagkerfið og draga úr félagsforðun. Það væri nauðsynlegt og ítrekaði hann að ábyrgðin væri hans. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar um fimm þúsund manns voru dánir, sagðist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Fyrr í þessari viku tilkynntu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bolsonaro að þeir hefðu einnig smitast af Covid-19. Það voru þeir Onyx Lorenzoni, 65 ára ríkisborgararáðherra, og hinn 62 ára gamli Milton Riberio, menntamálaráðherra. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37 Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. Bolsonaro sagði frá smiti sínu þann 7. júlí. Á miðvikudaginn greindist hann enn með sjúkdóminn en hann hefur ekki sagt hvenær þetta nýjasta próf var tekið. Forsetinn fór í próf í byrjun mánaðarins eftir að hann hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eins og þreytu, hita og vöðvaverki. Hann virðist þó ekki hafa orðið alvarlega veikur. - RT-PCR para Sars-Cov 2: negativo.- BOM DIA A TODOS. pic.twitter.com/CkdV59yGXP— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) July 25, 2020 Brasilía er eitt þeirra ríkja sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar þar sem minnst 85.238 hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro sjálfur hefur þó ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins. Hann hefur barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra sem hafa reynt að draga úr dreifingu veirunnar í landinu. Hann hefur rekið tvo heilbrigðisráðherra sem hafa ekki viljað hreyfa sig eftir strengjum forsetans. Í síðustu viku voru tveir mánuðir frá því síðasti heilbrigðisráðherrann var rekinn og hefur hershöfðingi sem er hliðhollur forsetanum stýrt málaflokknum síðan. Í apríl sagði Bolsonaro mikilvægt að opna hagkerfið og draga úr félagsforðun. Það væri nauðsynlegt og ítrekaði hann að ábyrgðin væri hans. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar um fimm þúsund manns voru dánir, sagðist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Fyrr í þessari viku tilkynntu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bolsonaro að þeir hefðu einnig smitast af Covid-19. Það voru þeir Onyx Lorenzoni, 65 ára ríkisborgararáðherra, og hinn 62 ára gamli Milton Riberio, menntamálaráðherra.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37 Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39
Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37
Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33