Breytingin geri fleirum kleift að hefja háskólanám í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 20:00 Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark þeirra sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Heimildin tekur til þeirra sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði. „Þetta gerir auðvitað fleirum kleift að hefja nám í haust. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin er að grípa til til þess að koma til móts við samfélagið á þessum tímum kórónuveirunnar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Áður var heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir þennan hóp. Breytingin tekur einungis til næsta skólaárs. „Þetta er einskiptis aðgerð en það er auðvitað svo að það eru miklir óvissutímar og við viljum auðvitað gera eins mikið og við getum til þess að draga úr þeirri óvissu þannig þetta ásamt öðru verður auðvitað í stöðugri endurskoðun,“ sagði Lilja. Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landsambands stúdenta fagna breytingunni en hefðu viljað að hún væri varnaleg. Ráðherra segir ekki útilokað að svo verði. „Við útilokum ekkert á þessum tímapunkti. Við vitum auðvitað að það er mikil óvissa og það er stjórnavalda að reyna að draga eins mikið úr þeirri óvissu til að mynda með því að gera fleirum kleift að hefja nám í haust,“ sagði Lilja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark þeirra sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Heimildin tekur til þeirra sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði. „Þetta gerir auðvitað fleirum kleift að hefja nám í haust. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin er að grípa til til þess að koma til móts við samfélagið á þessum tímum kórónuveirunnar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Áður var heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir þennan hóp. Breytingin tekur einungis til næsta skólaárs. „Þetta er einskiptis aðgerð en það er auðvitað svo að það eru miklir óvissutímar og við viljum auðvitað gera eins mikið og við getum til þess að draga úr þeirri óvissu þannig þetta ásamt öðru verður auðvitað í stöðugri endurskoðun,“ sagði Lilja. Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landsambands stúdenta fagna breytingunni en hefðu viljað að hún væri varnaleg. Ráðherra segir ekki útilokað að svo verði. „Við útilokum ekkert á þessum tímapunkti. Við vitum auðvitað að það er mikil óvissa og það er stjórnavalda að reyna að draga eins mikið úr þeirri óvissu til að mynda með því að gera fleirum kleift að hefja nám í haust,“ sagði Lilja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira