Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 22:50 Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði Blikum til sigurs í fyrstu þremur leikjum sínum með liðið í efstu deild en liðið hefur síðan ekki unnið í síðustu fimm leikjum. vísir/bára „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við urðum fórnarlömb lélegra ákvarðana og þess að boltinn gekk ekki nægilega hratt. Þegar svo er þá færðu ekki mikið fyrir að vera með boltann, ef þú nærð ekki að opna andstæðingana og skapa þér færi,“ sagði Óskar Hrafn, sem var reyndar ekkert æstur í að mæta í viðtal eftir fimmta leikinn í röð án sigurs. Hann hafði ekkert út á varnarsinnað upplegg HK-inga að setja: „Þeir börðust eins og ljón og stóðu sig frábærlega vel. Ég get ekki gert neitt annað en að bera virðingu fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Hvort sem að það gíraði þá eitthvað sérstaklega upp eða ekki að þetta væri slagur tveggja Kópavogsliða, ég átta mig ekki á því, þá er HK-liðið þekkt fyrir að gefa allt í sína leiki og henda sér fyrir hluti. Það var ekki eitthvað sem átti að koma okkur á óvart,“ sagði Óskar. Eftir tapið gegn Val í síðustu umferð talaði Óskar um „þjófnað“ en hann var á allt öðru máli í kvöld. „Við áttum ekki meira skilið. Frammistaða okkar á milli teiganna var svo sem þokkaleg en frammistaðan þegar við fáum á okkur markið var ekki boðleg, og við sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af færum.“ Kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með Aðspurður hvort það vantaði sterkari karaktera í leikmannahóp Breiðabliks til að koma liðinu út úr ógöngum síðustu vikna sagði Óskar svo ekki vera. „Nei. Ég ætla ekki að vera dómstóll yfir karakter manna. Ég hef ekki upplifað annað en að þessir drengir séu tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram, séu sterkir karakterar og engu minni karakterar en aðrir leikmenn í þessari deild. Þessi deild er full af góðum leikmönnum sem að hafa mikinn metnað. Það er örugglega hægt að tala um það þegar það gengur illa að það vanti karakter, en svo þegar vel gengur að þá er sú umræða ekki til staðar. En ég kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með.“ Ekki mikill tími til að fara undir sæng Og Óskar segir gengið að undanförnu ekki farið að setja mark sitt á spilamennsku Blika: „Ég upplifi það alla vega ekki að þetta sé farið að hafa áhrif. Vissulega eru þetta nokkrir leikir sem við höfum ekki sigrað enda kannski ekki mikill tími til að velta sér upp úr því og fara undir sængina þegar þú tapar, heldur þarftu að gíra þig upp, rísa upp og gera þig kláran fyrir næsta leik. Það er nú eitthvað sem segir mér að leiðin liggi upp á við úr þessu. Það eina sem við getum gert er að mæta kolbrjálaðir á móti Skagamönnum og vera ákveðnir í að gera betur.“ Viktor Karl Einarsson lék ekki með Breiðabliki í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Aðspurður sagði Óskar óvíst hve alvarleg meiðsli hans væru. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30 Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við urðum fórnarlömb lélegra ákvarðana og þess að boltinn gekk ekki nægilega hratt. Þegar svo er þá færðu ekki mikið fyrir að vera með boltann, ef þú nærð ekki að opna andstæðingana og skapa þér færi,“ sagði Óskar Hrafn, sem var reyndar ekkert æstur í að mæta í viðtal eftir fimmta leikinn í röð án sigurs. Hann hafði ekkert út á varnarsinnað upplegg HK-inga að setja: „Þeir börðust eins og ljón og stóðu sig frábærlega vel. Ég get ekki gert neitt annað en að bera virðingu fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Hvort sem að það gíraði þá eitthvað sérstaklega upp eða ekki að þetta væri slagur tveggja Kópavogsliða, ég átta mig ekki á því, þá er HK-liðið þekkt fyrir að gefa allt í sína leiki og henda sér fyrir hluti. Það var ekki eitthvað sem átti að koma okkur á óvart,“ sagði Óskar. Eftir tapið gegn Val í síðustu umferð talaði Óskar um „þjófnað“ en hann var á allt öðru máli í kvöld. „Við áttum ekki meira skilið. Frammistaða okkar á milli teiganna var svo sem þokkaleg en frammistaðan þegar við fáum á okkur markið var ekki boðleg, og við sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af færum.“ Kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með Aðspurður hvort það vantaði sterkari karaktera í leikmannahóp Breiðabliks til að koma liðinu út úr ógöngum síðustu vikna sagði Óskar svo ekki vera. „Nei. Ég ætla ekki að vera dómstóll yfir karakter manna. Ég hef ekki upplifað annað en að þessir drengir séu tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram, séu sterkir karakterar og engu minni karakterar en aðrir leikmenn í þessari deild. Þessi deild er full af góðum leikmönnum sem að hafa mikinn metnað. Það er örugglega hægt að tala um það þegar það gengur illa að það vanti karakter, en svo þegar vel gengur að þá er sú umræða ekki til staðar. En ég kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með.“ Ekki mikill tími til að fara undir sæng Og Óskar segir gengið að undanförnu ekki farið að setja mark sitt á spilamennsku Blika: „Ég upplifi það alla vega ekki að þetta sé farið að hafa áhrif. Vissulega eru þetta nokkrir leikir sem við höfum ekki sigrað enda kannski ekki mikill tími til að velta sér upp úr því og fara undir sængina þegar þú tapar, heldur þarftu að gíra þig upp, rísa upp og gera þig kláran fyrir næsta leik. Það er nú eitthvað sem segir mér að leiðin liggi upp á við úr þessu. Það eina sem við getum gert er að mæta kolbrjálaðir á móti Skagamönnum og vera ákveðnir í að gera betur.“ Viktor Karl Einarsson lék ekki með Breiðabliki í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Aðspurður sagði Óskar óvíst hve alvarleg meiðsli hans væru.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30 Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30
Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki