Ekki sagt vera lán heldur hlutdeild í sameiginlegum kostnaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 22:25 Það er mikill hiti í FH-hluta Hafnafjarðar. Vísir/HAG Það sem var upprunalega fimm milljón króna lán frá barna- og unglingastarfi FH til knattspyrnudeildar félagsins er nú sagt vera hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildarinnar. Í desember á síðasta ári fékk stjórn knattspyrnudeildar FH fimm milljón króna lán frá barna og unglingastarfi félagsins. Kom lánið til vegna fjárhagsvandræða í kringum meistaraflokk karla. Samkvæmt frétt Fjarðarfrétta var skuldabréf gefið út fyrir láninu. Átti að greiða það í maí á þessu ári. Það var þó aldrei greitt og verður ekki greitt að því virðist. Málið var tekið fyrir á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga þann 20. maí á þessu ári. Þar staðfesti Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, að um hlutdeild barna- og unglingastarfs FH í sameiginlegum stjórnarkostnaði knattspyrnudeildar hefði verið að ræða frekar en lán. Sjá einnig: Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Stjórn barna- og unglingastarfs sagði af sér efir að atvikið kom upp, ef frá er talinn einn meðlimur. Samkvæmt heimildum RÚV þá sinnir sá aðili einn öllum störfum ráðsins í dag. „Stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH sagði sig frá störfum fyrir deildina sl. vetur og var ástæðan sögð, í tilkynningu til foreldra, skoðanaágreiningur við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann FH, trúnaðarbrestur og óásættanleg vinnubrögð þeirra undangengnar vikur. Undanfarin ár hafa foreldrar þurft að greiða sérstakt gjald sem er leiga fyrir afnot af minnsta knatthúsinu, Dvergnum og hefur verið mikil óánægja með það meðal foreldra,“ segir í frétt Fjarðarfrétta um málið. Einnig fór fimm milljón króna styrkur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætlaður var barna- og unglingastarfi félagsins inn í aðalsjóð FH. Ástæðan var uppbygging á æfingasvæði félagsins en FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna á síðasta ári. Formaðurinn segir marga misskilja UEFA-styrkinn „Margir túlka styrkinn þannig að hann eigi alfarið að fara í barna- og unglingaráð. Það vill þannig til að þessi styrkur er hugsaður fyrir aldursflokkinn 18 ára og niður en hann er ekki eingöngu til að borga beinan kostnað barna- og unglingaráðs, þ.e.a.s. launakostnað sem er langstærsti hlutinn. Hann er einnig fyrir aðstöðusköpun og slíkt.“ Sjá einnig: Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ „Ég held að þó að árið 2019 hafi styrkurinn farið í aðalsjóðinn þá er það, ef maður lítur á síðustu 10 árin, um 10% af þessum styrk. 90% hefur farið beint í barna- og unglingaráðið. Í mínum huga er þetta mjög eðlilegt og vel innan þess ramma sem UEFA setur og hefur sett. Svo ég sé akkúrat ekkert að þessu.“ sagði Viðar Halldórsson í samtali við íþróttadeild RÚV í dag. Samkvæmt heimildum RÚV er málinu ekki lokið af hálfu fyrrum stjórnar barna- og unglingaráðs. Vænta má yfirlýsingar á næstu dögum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Það sem var upprunalega fimm milljón króna lán frá barna- og unglingastarfi FH til knattspyrnudeildar félagsins er nú sagt vera hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildarinnar. Í desember á síðasta ári fékk stjórn knattspyrnudeildar FH fimm milljón króna lán frá barna og unglingastarfi félagsins. Kom lánið til vegna fjárhagsvandræða í kringum meistaraflokk karla. Samkvæmt frétt Fjarðarfrétta var skuldabréf gefið út fyrir láninu. Átti að greiða það í maí á þessu ári. Það var þó aldrei greitt og verður ekki greitt að því virðist. Málið var tekið fyrir á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga þann 20. maí á þessu ári. Þar staðfesti Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, að um hlutdeild barna- og unglingastarfs FH í sameiginlegum stjórnarkostnaði knattspyrnudeildar hefði verið að ræða frekar en lán. Sjá einnig: Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Stjórn barna- og unglingastarfs sagði af sér efir að atvikið kom upp, ef frá er talinn einn meðlimur. Samkvæmt heimildum RÚV þá sinnir sá aðili einn öllum störfum ráðsins í dag. „Stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH sagði sig frá störfum fyrir deildina sl. vetur og var ástæðan sögð, í tilkynningu til foreldra, skoðanaágreiningur við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann FH, trúnaðarbrestur og óásættanleg vinnubrögð þeirra undangengnar vikur. Undanfarin ár hafa foreldrar þurft að greiða sérstakt gjald sem er leiga fyrir afnot af minnsta knatthúsinu, Dvergnum og hefur verið mikil óánægja með það meðal foreldra,“ segir í frétt Fjarðarfrétta um málið. Einnig fór fimm milljón króna styrkur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætlaður var barna- og unglingastarfi félagsins inn í aðalsjóð FH. Ástæðan var uppbygging á æfingasvæði félagsins en FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna á síðasta ári. Formaðurinn segir marga misskilja UEFA-styrkinn „Margir túlka styrkinn þannig að hann eigi alfarið að fara í barna- og unglingaráð. Það vill þannig til að þessi styrkur er hugsaður fyrir aldursflokkinn 18 ára og niður en hann er ekki eingöngu til að borga beinan kostnað barna- og unglingaráðs, þ.e.a.s. launakostnað sem er langstærsti hlutinn. Hann er einnig fyrir aðstöðusköpun og slíkt.“ Sjá einnig: Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ „Ég held að þó að árið 2019 hafi styrkurinn farið í aðalsjóðinn þá er það, ef maður lítur á síðustu 10 árin, um 10% af þessum styrk. 90% hefur farið beint í barna- og unglingaráðið. Í mínum huga er þetta mjög eðlilegt og vel innan þess ramma sem UEFA setur og hefur sett. Svo ég sé akkúrat ekkert að þessu.“ sagði Viðar Halldórsson í samtali við íþróttadeild RÚV í dag. Samkvæmt heimildum RÚV er málinu ekki lokið af hálfu fyrrum stjórnar barna- og unglingaráðs. Vænta má yfirlýsingar á næstu dögum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti