Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 15:07 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna, sem Rio Tinto segir óhagstæðan. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Ásakanir gengu á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto í upphafi árs, en það síðarnefnda segir álverið í Straumsvík greiða meira fyrir orku sína en aðrir álframleiðendur á Íslandi sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Forstjóri Landsvirkjunar sakaði Rio Tinto um að beita óeðlilegri samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna um raforkuverð. Landsvirkjun óskaði formlega eftir því að trúnaði um raforkusamninginn yrði aflétt og Rio Tinto fagnaði því. Mikilvægt væri að gagnsæi ríkti um þessi mál. Álframleiðandinn tilkynnti þann 12. febrúar síðastliðinn að fyrirtækið hefði hafið endurskoðun á starfsemi álversins til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Allt væri undir í þeim efnum; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun, en þá hafði hún þegar við minnkuð í 85 prósent framleiðslugetu, sem og möguleg lokun álversins í Straumsvík. Fyrrnefnd kvörtun er lokahnykkurinn í þessari endurskoðun að sögn Rio Tinto. „Láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum við Landsvirkjun og virkja áætlun um lokun álversins,“ segir í orðsendingu Rio Tinto vegna kvörtunarinnar. Rio Tinto fer þannig fram á það við Samkeppniseftirlitið að það taki á „samkeppnishamlandi háttsemi Landsvirkjunar með mismunandi verðlagningu og langtímaorkusamningum,“ svo að álver ISAL og önnur íslensk framleiðsla og fyrirtæki geti keppt á alþjóðavettvangi. „Að mati Rio Tinto fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína sem sé óréttlætanleg háttsemi. Samningar Landsvirkjunar binda viðskiptavini til langs tíma og hindra önnur orkufyrirtæki annað hvort í að koma inn á íslenskan markað eða auka starfsemi.“ Orkumál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna, sem Rio Tinto segir óhagstæðan. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Ásakanir gengu á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto í upphafi árs, en það síðarnefnda segir álverið í Straumsvík greiða meira fyrir orku sína en aðrir álframleiðendur á Íslandi sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Forstjóri Landsvirkjunar sakaði Rio Tinto um að beita óeðlilegri samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna um raforkuverð. Landsvirkjun óskaði formlega eftir því að trúnaði um raforkusamninginn yrði aflétt og Rio Tinto fagnaði því. Mikilvægt væri að gagnsæi ríkti um þessi mál. Álframleiðandinn tilkynnti þann 12. febrúar síðastliðinn að fyrirtækið hefði hafið endurskoðun á starfsemi álversins til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Allt væri undir í þeim efnum; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun, en þá hafði hún þegar við minnkuð í 85 prósent framleiðslugetu, sem og möguleg lokun álversins í Straumsvík. Fyrrnefnd kvörtun er lokahnykkurinn í þessari endurskoðun að sögn Rio Tinto. „Láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum við Landsvirkjun og virkja áætlun um lokun álversins,“ segir í orðsendingu Rio Tinto vegna kvörtunarinnar. Rio Tinto fer þannig fram á það við Samkeppniseftirlitið að það taki á „samkeppnishamlandi háttsemi Landsvirkjunar með mismunandi verðlagningu og langtímaorkusamningum,“ svo að álver ISAL og önnur íslensk framleiðsla og fyrirtæki geti keppt á alþjóðavettvangi. „Að mati Rio Tinto fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína sem sé óréttlætanleg háttsemi. Samningar Landsvirkjunar binda viðskiptavini til langs tíma og hindra önnur orkufyrirtæki annað hvort í að koma inn á íslenskan markað eða auka starfsemi.“
Orkumál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35
Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52
Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent