Danir toppa Norðmenn með lagningu lengsta sæstrengs heims til Bretlands Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 23:42 Frá lagningu North Sea Link-sæstrengsins milli Noregs og Bretlands. Hann á að vera tilbúinn á næsta ári. Mynd/National Grid. Lagning lengsta raforkusæstrengs heims stendur nú yfir milli Noregs og Bretlands. Sá strengur mun þó ekki lengi halda metinu því núna í júlímánuði hófust framkvæmdir við streng milli Danmerkur og Bretlands, sem ætlað er að verða ennþá lengri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Strengurinn sem verið er að leggja milli Noregs og Bretlands kallast North Sea Link og verður sá lengsti í heimi þegar hann verður tilbúinn árið 2021 eða 720 kílómetra langur. Lagning hans er samstarfsverkefni hins breska National Grid og hins norska Statnet, sem gegna sama hlutverki og hið íslenska Landsnet. Norðursjávarstrengurinn er lagður milli Kvilldal norðan Stafangurs og Blyth í Northumberland, við mörk Englands og Skotlands. En núna eru hafnar framkvæmdir við enn lengri streng, milli Bretlands og Danmerkur, sem kallast Viking Link. Hann á að vera tilbúinn árið 2023, verður 765 kílómetra langur og er samstarfsverkefni National Grid og hins danska Energinet. Verkið hófst með gerð spennistöðvar í Lincolnshire í Englandi fyrr í mánuðinum en þaðan mun strengurinn liggja til bæjarins Revsing á Suður-Jótlandi. Báðum strengjum er ætlað að flytja allt að 1.400 megavött eða sem nemur tvöfaldri framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar. Áætlað er að lagning hvors strengs um sig kosti um 300 milljarða króna. Hér má sjá lengd hugsanlegs raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands í samanburði við strengina til Noregs og Danmerkur.Stöð 2/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Til samanburðar má geta þess að í umræðum um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur verið miðað við að hann yrði um 1.200 kílómetra langur. Hinir norrænu strengirnir yrðu þannig um eða yfir 60 prósent af lengd hugsanlegs strengs til Íslands. Hugmyndafræðin að baki strengnum milli Bretlands og Danmerkur er einkum sú að nýta vindorkuna sem best. Þegar blási í Danmörku sé oft lygnara í Englandi og öfugt. Þegar vindmyllurnar snúist á fullu í Danmörku flytji strengurinn umframorku til Bretlands. Dæmið snúist svo við þegar hvassara sé Englandsmegin. Þótt Norðmenn séu fyrst og fremst orkuseljendur sjá þeir einnig fyrir sér að kaupa rafmagn til baka frá Bretlandi. Þannig geti þeir nýtt afgangsorku frá breskum vindmyllum, til dæmis á nóttunni, og sparað uppistöðulón vatnsaflsvirkjana á meðan. Á heimasíðu Viking Link-verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með lagningu sæstrengsins sé að tengja raforkukerfi Bretlands og Danmerkur og treysta með því raforkuöryggi. Strengurinn muni auka framboð raforku í báðum löndum, draga úr sveiflum vegna vindorku, stuðla að betri orkunýtingu og þjóna þannig loftlagsmarkmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Noregur Danmörk Bretland Þriðji orkupakkinn Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Lagning lengsta raforkusæstrengs heims stendur nú yfir milli Noregs og Bretlands. Sá strengur mun þó ekki lengi halda metinu því núna í júlímánuði hófust framkvæmdir við streng milli Danmerkur og Bretlands, sem ætlað er að verða ennþá lengri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Strengurinn sem verið er að leggja milli Noregs og Bretlands kallast North Sea Link og verður sá lengsti í heimi þegar hann verður tilbúinn árið 2021 eða 720 kílómetra langur. Lagning hans er samstarfsverkefni hins breska National Grid og hins norska Statnet, sem gegna sama hlutverki og hið íslenska Landsnet. Norðursjávarstrengurinn er lagður milli Kvilldal norðan Stafangurs og Blyth í Northumberland, við mörk Englands og Skotlands. En núna eru hafnar framkvæmdir við enn lengri streng, milli Bretlands og Danmerkur, sem kallast Viking Link. Hann á að vera tilbúinn árið 2023, verður 765 kílómetra langur og er samstarfsverkefni National Grid og hins danska Energinet. Verkið hófst með gerð spennistöðvar í Lincolnshire í Englandi fyrr í mánuðinum en þaðan mun strengurinn liggja til bæjarins Revsing á Suður-Jótlandi. Báðum strengjum er ætlað að flytja allt að 1.400 megavött eða sem nemur tvöfaldri framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar. Áætlað er að lagning hvors strengs um sig kosti um 300 milljarða króna. Hér má sjá lengd hugsanlegs raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands í samanburði við strengina til Noregs og Danmerkur.Stöð 2/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Til samanburðar má geta þess að í umræðum um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur verið miðað við að hann yrði um 1.200 kílómetra langur. Hinir norrænu strengirnir yrðu þannig um eða yfir 60 prósent af lengd hugsanlegs strengs til Íslands. Hugmyndafræðin að baki strengnum milli Bretlands og Danmerkur er einkum sú að nýta vindorkuna sem best. Þegar blási í Danmörku sé oft lygnara í Englandi og öfugt. Þegar vindmyllurnar snúist á fullu í Danmörku flytji strengurinn umframorku til Bretlands. Dæmið snúist svo við þegar hvassara sé Englandsmegin. Þótt Norðmenn séu fyrst og fremst orkuseljendur sjá þeir einnig fyrir sér að kaupa rafmagn til baka frá Bretlandi. Þannig geti þeir nýtt afgangsorku frá breskum vindmyllum, til dæmis á nóttunni, og sparað uppistöðulón vatnsaflsvirkjana á meðan. Á heimasíðu Viking Link-verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með lagningu sæstrengsins sé að tengja raforkukerfi Bretlands og Danmerkur og treysta með því raforkuöryggi. Strengurinn muni auka framboð raforku í báðum löndum, draga úr sveiflum vegna vindorku, stuðla að betri orkunýtingu og þjóna þannig loftlagsmarkmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Noregur Danmörk Bretland Þriðji orkupakkinn Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent