Sér ekki hvernig um höfundaréttarbrot geti verið að ræða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 17:15 Markaðsherferðin Let it out er að sögn listamannsins Marcus Lyall byggð á hugverki hans, sýningunni Scream the House Down. Íslandsstofa Íslandsstofa segist ekki geta séð hvernig verkefnið „Let it out“ geti verið byggt á hugverki listamannsins Marcus Lyall. Þetta segir í tilkynningu frá stofunni en Lyall fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé byggt á sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down.“ Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf þess efnis að markaðsaðgerðin „Let it out“ sé byggð á „Scream the House Down.“ Að sögn Íslandsstofu var útboð markaðsverkefnisins Saman í sókn skilað til Ríkiskaupa þann 30. apríl og hafi Íslandsstofu borist kynning á verkefninu „Looks Like you Need Iceland“ frá auglýsingastofunni M&C Saatchi og auglýsingastofunni Peel sem hluta af því útboði þann 6. maí. Lyall sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns. Hann sagði jafnframt að þó tilgangur þessara tveggja verkefna sé í einhverju frábrugðinn þá fari ekki á milli mála að grunnhugmyndin sé nákvæmlega sú sama. Verkefnin gangi bæði út á að bjóða fólki að öskra í tæki, snjallsíma eða fartölvu, og hljóðinu sé svo varpað út fjarri byggð. Hugmyndin baki verkefnanna sé að losa um spennu og vanmáttarkennd. Að sögn Íslandsstofu var hluti af þeirri tillögu aðgerðin „Let it out.“ „MC Saatchi og Peel kynntu þá þegar starfhæft demo af vefsvæðinu sem notað er í dag, svo það má vera ljóst að unnið hafði verið að hugmyndinni í talsverðan tíma áður en hún var kynnt fyrir Íslandsstofu,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu. „Þó það kunni að vera um einhver líkindi að ræða milli listaverks Marcus Lyall og herferðar Íslandsstofu, þá fáum við ekki séð hvernig tímasetningarnar þessa erindis ganga upp. Það er mjög erfitt að sjá hvernig verkefni sem hefur verið í vinnslu frá því um miðjan apríl getur byggt á hugverki sem var fyrst kynnt þann 16. júní.“ Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40 Stuldur eða innblástur Þar sem ég bý og stunda nám erlendis hefur mér alltaf fundist gott að fara á vefsíðu RÚV á föstudagskvöldum eða laugardagsmorgnum og horfa á Föstudagskvöld með Gísla Marteini til að fylla upp í heimþrár tilfinninguna sem ég finn alltaf fyrir innra með mér. 17. júlí 2020 08:13 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Íslandsstofa segist ekki geta séð hvernig verkefnið „Let it out“ geti verið byggt á hugverki listamannsins Marcus Lyall. Þetta segir í tilkynningu frá stofunni en Lyall fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé byggt á sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down.“ Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf þess efnis að markaðsaðgerðin „Let it out“ sé byggð á „Scream the House Down.“ Að sögn Íslandsstofu var útboð markaðsverkefnisins Saman í sókn skilað til Ríkiskaupa þann 30. apríl og hafi Íslandsstofu borist kynning á verkefninu „Looks Like you Need Iceland“ frá auglýsingastofunni M&C Saatchi og auglýsingastofunni Peel sem hluta af því útboði þann 6. maí. Lyall sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns. Hann sagði jafnframt að þó tilgangur þessara tveggja verkefna sé í einhverju frábrugðinn þá fari ekki á milli mála að grunnhugmyndin sé nákvæmlega sú sama. Verkefnin gangi bæði út á að bjóða fólki að öskra í tæki, snjallsíma eða fartölvu, og hljóðinu sé svo varpað út fjarri byggð. Hugmyndin baki verkefnanna sé að losa um spennu og vanmáttarkennd. Að sögn Íslandsstofu var hluti af þeirri tillögu aðgerðin „Let it out.“ „MC Saatchi og Peel kynntu þá þegar starfhæft demo af vefsvæðinu sem notað er í dag, svo það má vera ljóst að unnið hafði verið að hugmyndinni í talsverðan tíma áður en hún var kynnt fyrir Íslandsstofu,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu. „Þó það kunni að vera um einhver líkindi að ræða milli listaverks Marcus Lyall og herferðar Íslandsstofu, þá fáum við ekki séð hvernig tímasetningarnar þessa erindis ganga upp. Það er mjög erfitt að sjá hvernig verkefni sem hefur verið í vinnslu frá því um miðjan apríl getur byggt á hugverki sem var fyrst kynnt þann 16. júní.“
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40 Stuldur eða innblástur Þar sem ég bý og stunda nám erlendis hefur mér alltaf fundist gott að fara á vefsíðu RÚV á föstudagskvöldum eða laugardagsmorgnum og horfa á Föstudagskvöld með Gísla Marteini til að fylla upp í heimþrár tilfinninguna sem ég finn alltaf fyrir innra með mér. 17. júlí 2020 08:13 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11
Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40
Stuldur eða innblástur Þar sem ég bý og stunda nám erlendis hefur mér alltaf fundist gott að fara á vefsíðu RÚV á föstudagskvöldum eða laugardagsmorgnum og horfa á Föstudagskvöld með Gísla Marteini til að fylla upp í heimþrár tilfinninguna sem ég finn alltaf fyrir innra með mér. 17. júlí 2020 08:13
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14