Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 13:27 Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill. Hann bankaði upp á heima hjá dómaranum, skaut son hennar til bana og særði eiginmann hennar. Myndin er sviðsett og úr safni. Vísir/Getty Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira