Tilefni hafi verið til mikillar hörku gagnvart Icelandair Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 14:30 Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent