Tilefni hafi verið til mikillar hörku gagnvart Icelandair Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 14:30 Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira