Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2020 22:30 Brynjar Björn var langt frá því að vera sáttur með varnarvinnu sinna manna í dag. vísir/DANÍEL Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega ekki sáttur við sína menn í kvöld en liðið tapaði 4-1 gegn Stjörnunni í Garðabænum í fyrsta leik 7. umferðar Pepsi Max deildar karla. Hann segir varnarleik sinna manna ekki boðlegan leik eftir leik. „Bara varnarleikurinn eins og hann leggur sig,“ sagði Brynjar Björn aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum í leik kvöldsins. „Ekki endilega í heild sinni. Mér fannst við vera spila ágætlega þrátt fyrir að vera undir í fyrri hálfleik. Boltinn fór 2-3 inn í teig hjá okkur í fyrri hálfleik og þeir fá tvö mörk út úr því. Á sama tíma erum við að spila ágætlega út á vellinum – í fyrri hálfleik sérstaklega – en markið sem við fáum á okkur rétt fyrir hálfleik er ekki boðlegt. Sérstaklega ekki leik eftir leik. Svo skora þeir tiltölulega einfald mark í seinni hálfleik og við dettum út úr leiknum,“ sagði Brynjar Björn einnig um leik liðsins. Brynjar Björn var spurður út í hver væri ástæðan fyrir því að HK væri að leka mörkum leik eftir leik. Á síðustu leiktíð var liðið þekkt fyrir góðan varnarleik. „Ef maður hefði svörin við öllu þá stæðum við ekki hér og þú að spyrja mig út í það. Við þurfum bara að skoða leikinn og fara yfir málin.“ „Hann virtist ekki hafa tognað heldur bara stífnað upp, kuldinn ekki að hjálpa honum í því,“ var svarið þegar Brynjar var spurður út í hvort Bjarni Gunnarsson, framherji liðsins, hefði tognað á nýjan leik en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. HK mætir nágrönnum sínum í Breiðablik í næsta leik og er Brynjar spenntur fyrir þeim leik. „Næsti leikur er alltaf rétta augnablikið til að rífa sig í gang og gera betur,“ sagði Brynjar að lokum en HK lék einkar vel gegn Blikum á síðustu leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 21:50 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega ekki sáttur við sína menn í kvöld en liðið tapaði 4-1 gegn Stjörnunni í Garðabænum í fyrsta leik 7. umferðar Pepsi Max deildar karla. Hann segir varnarleik sinna manna ekki boðlegan leik eftir leik. „Bara varnarleikurinn eins og hann leggur sig,“ sagði Brynjar Björn aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum í leik kvöldsins. „Ekki endilega í heild sinni. Mér fannst við vera spila ágætlega þrátt fyrir að vera undir í fyrri hálfleik. Boltinn fór 2-3 inn í teig hjá okkur í fyrri hálfleik og þeir fá tvö mörk út úr því. Á sama tíma erum við að spila ágætlega út á vellinum – í fyrri hálfleik sérstaklega – en markið sem við fáum á okkur rétt fyrir hálfleik er ekki boðlegt. Sérstaklega ekki leik eftir leik. Svo skora þeir tiltölulega einfald mark í seinni hálfleik og við dettum út úr leiknum,“ sagði Brynjar Björn einnig um leik liðsins. Brynjar Björn var spurður út í hver væri ástæðan fyrir því að HK væri að leka mörkum leik eftir leik. Á síðustu leiktíð var liðið þekkt fyrir góðan varnarleik. „Ef maður hefði svörin við öllu þá stæðum við ekki hér og þú að spyrja mig út í það. Við þurfum bara að skoða leikinn og fara yfir málin.“ „Hann virtist ekki hafa tognað heldur bara stífnað upp, kuldinn ekki að hjálpa honum í því,“ var svarið þegar Brynjar var spurður út í hvort Bjarni Gunnarsson, framherji liðsins, hefði tognað á nýjan leik en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. HK mætir nágrönnum sínum í Breiðablik í næsta leik og er Brynjar spenntur fyrir þeim leik. „Næsti leikur er alltaf rétta augnablikið til að rífa sig í gang og gera betur,“ sagði Brynjar að lokum en HK lék einkar vel gegn Blikum á síðustu leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 21:50 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 21:50