Alvarlegur skortur á krabbameinslyfjum ekki einsdæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 11:32 Hafdís segir að reglulega komi upp lyfjaskortur fyrir konur sem lokið hafa meðferði við brjóstakrabbameini. Aðsend/Egill Skortur er árlega á nauðsynlegu andhormónalyfi fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini að sögn konu sem tekur lyfið. Skorturinn er alvarlegur þessa dagana en bæði er frumlyfið, Aromasin, og samheitalyfið, Exemestan, ófáanlegt. „Þetta gerist á hverju ári en kannski ekki svo alvarlega að hvorki frumlyf né samheitalyf séu til. Það hefur gerst einu sinni áður, árið 2018 í einhverja daga,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem greindi frá áhyggjum sínum í pistli á Facebook. Aromasin hefur verið uppurið í apótekum landsins frá 13. júlí og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en 27. júlí. Þá hefur Exemestan verið á biðlista frá 31. mars. Að sögn Hafdísar eru nokkrir pakkar til af því í apótekum en þau vilji ekki selja lyfin þar sem þau renni út í lok mánaðar. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að lyfin séu nú á leið til landsins með flugi. „Þessu fylgir mikill kvíði og vanlíðan því við treystum á það að við erum að taka þetta lyf til að koma í veg fyrir að við fáum meinvörp eða endurkomu brjóstakrabbameins. Þetta er til að minnka líkurnar á því svo maður vill taka þetta samviskusamlega daglega næstu fimm til tíu ár. Ég á að taka lyfið í tíu ár og ég vil ekkert missa úr degi, hvað þá tíu daga út af því að það er ekkert lyf til,“ segir Hafdís. Hafdís Priscilla segir mikinn kvíða og vanlíðan fylgja því að lyfjaöryggi sé ekki mikið.Aðsend Hún segir margar konur leita til annarra kvenna í sömu stöðu til að fá lyf lánuð. „Þá fer þetta bara í það að konur biðja hvor aðra um að lána sér sem auðvitað allar reglur segja okkur að við eigum ekki að gera. Við eigum ekki að fá lánuð lyf frá öðrum en maður gerir þetta og sem betur fer þá vita konur í þessari stöðu. Þær sem eru aflögufærar, þær hjálpa. Það vill enginn vera í þessari stöðu.“ Lyfin mikið inngrip fyrir konur Hafdís segist vera í Facebook-hópi fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. „Þar fáum við að frétta ef einhver fer í apótekið og lyfið er ekki til, þá erum við látnar vita. Við heyrum þetta ekki frá læknum okkar eða spítalanum , við heyrum þetta yfirleitt frá hvor annarri, við látum þetta fréttast.“ Hafdís lýsir því að lyfið dragi úr estrógenframleiðslu líkamans en krabbameinsfrumurnar nærist á estrógeninu. Konur taki lyfin í fimm til tíu ár eftir að krabbameinsmeðferð er lokið til að reyna að tryggja að sjúkdómurinn bæli ekki á sér aftur. Lyfin valdi jafnframt tíðahvörfum og sé það því gríðarlegt inngrip að taka lyfin. Vegna lyfjaskortsins þurfi margar konur að flakka á milli þess að taka frumlyfið og samheitalyfið en slíkt hringl geti haft mikil áhrif þar sem samheitalyfið sé með önnur fylliefni og geti því farið misilla í konur. Hafdís á sjálf eina töflu eftir en hún komst að því í gær að lyfjaskortur væri í landinu. Hún hafi ætlað að leysa lyfin út í vikunni en hún hafi frétt af því í Facebook-hópnum að það yrði ekki hægt. „Núna er ég bara að bíða eftir að krabbameinslæknirinn hringi í mig svo ég geti fengið að vita hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki fá lánuð lyf hjá öðrum. Ég vil ekki hugsa: jæja, ég á tuttugu daga skammt, svo fæ ég tíu daga hjá einhverjum. Hvernig á ég að redda því?“ Ég vil bara fá lyfin mín og þetta eru lífsnauðsynleg lyf ef maður vill gera allt til að passa að maður lendi ekki í þessari stöðu aftur. Þannig að þetta veldur miklum kvíða og vanlíðan. Yfirleitt reddast hlutirnir en þetta er ekki svona hlutur sem maður á að vera í að redda. Í staðin fyrir að vera búinn að njóta sín hér í gær í bústað með fjölskyldunni er ég búin að vera í símanum að athuga hvar ég get fundið þetta. Hún segist ekki geta trúað því að lyfjaskorturinn sé tilkominn af Covid-ástandinu. „Ég get ekki sagt að þetta sé endilega Covid því þetta gerist allt of oft en hver ástæðan er veit ég ekki, ég veit ekki hvort þetta sé svona alls staðar í heiminum, hvort þetta hafi eitthvað með framleiðsluna að gera eða ekki.“ Lyf Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Skortur er árlega á nauðsynlegu andhormónalyfi fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini að sögn konu sem tekur lyfið. Skorturinn er alvarlegur þessa dagana en bæði er frumlyfið, Aromasin, og samheitalyfið, Exemestan, ófáanlegt. „Þetta gerist á hverju ári en kannski ekki svo alvarlega að hvorki frumlyf né samheitalyf séu til. Það hefur gerst einu sinni áður, árið 2018 í einhverja daga,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem greindi frá áhyggjum sínum í pistli á Facebook. Aromasin hefur verið uppurið í apótekum landsins frá 13. júlí og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en 27. júlí. Þá hefur Exemestan verið á biðlista frá 31. mars. Að sögn Hafdísar eru nokkrir pakkar til af því í apótekum en þau vilji ekki selja lyfin þar sem þau renni út í lok mánaðar. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að lyfin séu nú á leið til landsins með flugi. „Þessu fylgir mikill kvíði og vanlíðan því við treystum á það að við erum að taka þetta lyf til að koma í veg fyrir að við fáum meinvörp eða endurkomu brjóstakrabbameins. Þetta er til að minnka líkurnar á því svo maður vill taka þetta samviskusamlega daglega næstu fimm til tíu ár. Ég á að taka lyfið í tíu ár og ég vil ekkert missa úr degi, hvað þá tíu daga út af því að það er ekkert lyf til,“ segir Hafdís. Hafdís Priscilla segir mikinn kvíða og vanlíðan fylgja því að lyfjaöryggi sé ekki mikið.Aðsend Hún segir margar konur leita til annarra kvenna í sömu stöðu til að fá lyf lánuð. „Þá fer þetta bara í það að konur biðja hvor aðra um að lána sér sem auðvitað allar reglur segja okkur að við eigum ekki að gera. Við eigum ekki að fá lánuð lyf frá öðrum en maður gerir þetta og sem betur fer þá vita konur í þessari stöðu. Þær sem eru aflögufærar, þær hjálpa. Það vill enginn vera í þessari stöðu.“ Lyfin mikið inngrip fyrir konur Hafdís segist vera í Facebook-hópi fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. „Þar fáum við að frétta ef einhver fer í apótekið og lyfið er ekki til, þá erum við látnar vita. Við heyrum þetta ekki frá læknum okkar eða spítalanum , við heyrum þetta yfirleitt frá hvor annarri, við látum þetta fréttast.“ Hafdís lýsir því að lyfið dragi úr estrógenframleiðslu líkamans en krabbameinsfrumurnar nærist á estrógeninu. Konur taki lyfin í fimm til tíu ár eftir að krabbameinsmeðferð er lokið til að reyna að tryggja að sjúkdómurinn bæli ekki á sér aftur. Lyfin valdi jafnframt tíðahvörfum og sé það því gríðarlegt inngrip að taka lyfin. Vegna lyfjaskortsins þurfi margar konur að flakka á milli þess að taka frumlyfið og samheitalyfið en slíkt hringl geti haft mikil áhrif þar sem samheitalyfið sé með önnur fylliefni og geti því farið misilla í konur. Hafdís á sjálf eina töflu eftir en hún komst að því í gær að lyfjaskortur væri í landinu. Hún hafi ætlað að leysa lyfin út í vikunni en hún hafi frétt af því í Facebook-hópnum að það yrði ekki hægt. „Núna er ég bara að bíða eftir að krabbameinslæknirinn hringi í mig svo ég geti fengið að vita hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki fá lánuð lyf hjá öðrum. Ég vil ekki hugsa: jæja, ég á tuttugu daga skammt, svo fæ ég tíu daga hjá einhverjum. Hvernig á ég að redda því?“ Ég vil bara fá lyfin mín og þetta eru lífsnauðsynleg lyf ef maður vill gera allt til að passa að maður lendi ekki í þessari stöðu aftur. Þannig að þetta veldur miklum kvíða og vanlíðan. Yfirleitt reddast hlutirnir en þetta er ekki svona hlutur sem maður á að vera í að redda. Í staðin fyrir að vera búinn að njóta sín hér í gær í bústað með fjölskyldunni er ég búin að vera í símanum að athuga hvar ég get fundið þetta. Hún segist ekki geta trúað því að lyfjaskorturinn sé tilkominn af Covid-ástandinu. „Ég get ekki sagt að þetta sé endilega Covid því þetta gerist allt of oft en hver ástæðan er veit ég ekki, ég veit ekki hvort þetta sé svona alls staðar í heiminum, hvort þetta hafi eitthvað með framleiðsluna að gera eða ekki.“
Lyf Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira