Sautján vélar til Keflavíkur í dag Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 07:45 Tíu af þeim sautján vélum sem lenda í dag falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti. Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista. Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands. Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15 Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti. Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista. Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands. Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15 Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15
Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10
Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18