Sautján vélar til Keflavíkur í dag Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 07:45 Tíu af þeim sautján vélum sem lenda í dag falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti. Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista. Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands. Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15 Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti. Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista. Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands. Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15 Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15
Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10
Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18