Forstöðumaður Eldheima segir Herjólfsstarfsmönnum að slaka á kröfum sínum Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 14:03 Kristín biðlar til starfsmanna Herjólfs að slaka á kröfugerð sinni en formaður samninganefndar fyrir hönd starfsmanna er Jónas Garðarson. „Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna. Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir í pistli sem Eyjakonan, forstöðumaður Eldheima, Kristín Jóhannsdóttir birtir í Eyjafréttum. Eins og Vísir hefur greint frá er mikil harka hlaupin í kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, þeirra sem eru í Sjómannafélagi Íslands og svo þeirra sem reka Herjólf. Þeir hafa nú boðað verkfall en gripið hefur verið til þess að láta aðra sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands hlaupa í skarðið. Kristín hefur ekki mikla samúð með verkfallsmönnum, hásetum og þernum á Herjólfi. Hún telur þá hafa það gott og njóti starfsöryggis. „Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir. Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum. Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.“ Kristín segir sjálf að hún tilheyri saman forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn. „Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ég er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi. Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja. Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni. Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.“ Kristín segist sjálf eiga að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og beri nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar Samgöngur Herjólfur Tengdar fréttir Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37 „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna. Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir í pistli sem Eyjakonan, forstöðumaður Eldheima, Kristín Jóhannsdóttir birtir í Eyjafréttum. Eins og Vísir hefur greint frá er mikil harka hlaupin í kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, þeirra sem eru í Sjómannafélagi Íslands og svo þeirra sem reka Herjólf. Þeir hafa nú boðað verkfall en gripið hefur verið til þess að láta aðra sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands hlaupa í skarðið. Kristín hefur ekki mikla samúð með verkfallsmönnum, hásetum og þernum á Herjólfi. Hún telur þá hafa það gott og njóti starfsöryggis. „Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir. Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum. Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.“ Kristín segir sjálf að hún tilheyri saman forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn. „Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ég er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi. Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja. Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni. Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.“ Kristín segist sjálf eiga að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og beri nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjar Samgöngur Herjólfur Tengdar fréttir Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37 „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57