Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2020 23:31 Álftarparið var aðeins með einn unga á Árbæjarlóni í kvöld. Breiðholtshvarf í baksýn. Vísir/KMU. Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. Álftin verpir árlega í Blásteinshólma neðan Breiðholtshvarfs en hreiðrið er jafnan á sama stað skammt ofan stíflunnar. Í vor komust aðeins tveir ungar úr hreiðrinu en algengt er að þeir séu fjórir til fimm talsins og raunar komust sex ungar á legg sumarið 2016. Hræið sem marar í hálfu kafi við Árbæjarstíflu virðist vera af álftarunga.Vísir/KMU. Þar til fyrir fáum dögum voru ungarnir tveir með foreldrum sínum. Núna sést álftarparið synda um með aðeins annan ungann á lóninu. Virðist sem hinn unginn hafi drepist af einhverjum orsökum. Ekki virðist í fljóti bragði hægt að álykta út frá aðstæðum hvað hafi orðið honum að aldurtila. Nærtækast er því að álykta að dauða hans megi rekja til náttúrulegra orsaka. Sumarið 2018 gerðist það einnig að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Foreldrarnir með eina ungann á milli sín á Árbæjarlóni í kvöld.Vísir/KMU. Álftafjölskyldan hefur jafnan verið mikill gleðigjafi þeirra sem ganga reglulega um Elliðaárdal, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Hér má sjá þegar ungarnir voru sex talsins sumarið 2016: Dýr Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Sjá meira
Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. Álftin verpir árlega í Blásteinshólma neðan Breiðholtshvarfs en hreiðrið er jafnan á sama stað skammt ofan stíflunnar. Í vor komust aðeins tveir ungar úr hreiðrinu en algengt er að þeir séu fjórir til fimm talsins og raunar komust sex ungar á legg sumarið 2016. Hræið sem marar í hálfu kafi við Árbæjarstíflu virðist vera af álftarunga.Vísir/KMU. Þar til fyrir fáum dögum voru ungarnir tveir með foreldrum sínum. Núna sést álftarparið synda um með aðeins annan ungann á lóninu. Virðist sem hinn unginn hafi drepist af einhverjum orsökum. Ekki virðist í fljóti bragði hægt að álykta út frá aðstæðum hvað hafi orðið honum að aldurtila. Nærtækast er því að álykta að dauða hans megi rekja til náttúrulegra orsaka. Sumarið 2018 gerðist það einnig að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Foreldrarnir með eina ungann á milli sín á Árbæjarlóni í kvöld.Vísir/KMU. Álftafjölskyldan hefur jafnan verið mikill gleðigjafi þeirra sem ganga reglulega um Elliðaárdal, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Hér má sjá þegar ungarnir voru sex talsins sumarið 2016:
Dýr Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Sjá meira