Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2020 19:00 vísir/sunna Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Parið gerði tímabundinn leigusamning á herbergi á Dalvegi 26 í Kópavogi til nokkurra mánaða í byrjun maí, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði í eigu Fasteignafélagsins HD verk. Í leigusamningi segir hins vegar að herbergið sé á Bræðraborgarstíg 3 í eigu sömu aðila. Þar eru 134 skráðir með lögheimili. Parið greiðir 130 þúsund krónur á mánuði fyrir 10 til 16 fermetra herbergi. Eftir að hús í eigu HD verks í næsta nágrenni, við Bræðraborgarstíg 1 brann í síðasta mánuði og fjallað var um að brunavörnum hefði verið ábótavant vildi unga parið komast í annað húsnæði. Móðir konunnar segist ítrekað hafa reynt að ná í eiganda HD verks í meira en viku til að fá samningnum rift en það hafi ekki tekist. Hún hefur meðal annars áhyggjur af því að engir opnanlegir gluggar séu á herberginu við Dalveg. Ekkert símanúmer eða netfang er að finna í leigusamningnum. Efling hefur haft HD verk til skoðunar um tíma og hefur áhyggjur af félagsmönnum sem búa í húsum HD verks sem flest eru atvinnuhúsnæði. Margir þeirra hafi komið til landsins í gegn um starfsmannaleigur. „Það eru fimm húsnæði sem HD verk á. Það við Dalveg 24-26, Bræðraborgarstígur 1 og 3 , Hjallabrekka 1 og svo Kársnesbraut 96a og í öllum þessum húsum höfum við vitneskjum um að fólk hafi búið þegar það er á Íslandi og við höfum líka þurft að hafa afskiptum af málum í þessum húsum,“ segir Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar. Efling hafi átt erfitt með að ná tali af félagsmönnum sem búa í húsunum. Félagið eigi að geta rætt við félagsmenn á vinnustöðum en vinnustaðaskráning starfsmannaleiga sé ábótavant. „Vinnumálastofnun hefur ekki haft burðina í það að afla gagnanna sem við þurfum til að leita að fólki á vinnustöðum og þess vegna grípum við í tómt þegar við reynum að hafa eftirlit með þeim áður en eitthvað vandamál kemur upp,“ segir Benjamín og bætir við að þúsundir manna búi í óleyfilegu húsnæði hér á landi. Borgaryfirvöld hafi haft vitneskju um þetta í hálfan áratug. „Þá veltir maður fyrir eru líf verkafólks á Íslandi minna virði en líf annara,“ segir Benjamin. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Sjá meira
Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Parið gerði tímabundinn leigusamning á herbergi á Dalvegi 26 í Kópavogi til nokkurra mánaða í byrjun maí, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði í eigu Fasteignafélagsins HD verk. Í leigusamningi segir hins vegar að herbergið sé á Bræðraborgarstíg 3 í eigu sömu aðila. Þar eru 134 skráðir með lögheimili. Parið greiðir 130 þúsund krónur á mánuði fyrir 10 til 16 fermetra herbergi. Eftir að hús í eigu HD verks í næsta nágrenni, við Bræðraborgarstíg 1 brann í síðasta mánuði og fjallað var um að brunavörnum hefði verið ábótavant vildi unga parið komast í annað húsnæði. Móðir konunnar segist ítrekað hafa reynt að ná í eiganda HD verks í meira en viku til að fá samningnum rift en það hafi ekki tekist. Hún hefur meðal annars áhyggjur af því að engir opnanlegir gluggar séu á herberginu við Dalveg. Ekkert símanúmer eða netfang er að finna í leigusamningnum. Efling hefur haft HD verk til skoðunar um tíma og hefur áhyggjur af félagsmönnum sem búa í húsum HD verks sem flest eru atvinnuhúsnæði. Margir þeirra hafi komið til landsins í gegn um starfsmannaleigur. „Það eru fimm húsnæði sem HD verk á. Það við Dalveg 24-26, Bræðraborgarstígur 1 og 3 , Hjallabrekka 1 og svo Kársnesbraut 96a og í öllum þessum húsum höfum við vitneskjum um að fólk hafi búið þegar það er á Íslandi og við höfum líka þurft að hafa afskiptum af málum í þessum húsum,“ segir Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar. Efling hafi átt erfitt með að ná tali af félagsmönnum sem búa í húsunum. Félagið eigi að geta rætt við félagsmenn á vinnustöðum en vinnustaðaskráning starfsmannaleiga sé ábótavant. „Vinnumálastofnun hefur ekki haft burðina í það að afla gagnanna sem við þurfum til að leita að fólki á vinnustöðum og þess vegna grípum við í tómt þegar við reynum að hafa eftirlit með þeim áður en eitthvað vandamál kemur upp,“ segir Benjamín og bætir við að þúsundir manna búi í óleyfilegu húsnæði hér á landi. Borgaryfirvöld hafi haft vitneskju um þetta í hálfan áratug. „Þá veltir maður fyrir eru líf verkafólks á Íslandi minna virði en líf annara,“ segir Benjamin.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40