Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 13:48 Daniel Lewis Lee árið 1997. Ættingjar fólksins sem hann tók þátt í að drepa árið 1996 lögðust gegn því að hann yrði tekinn af lífi. AP/Dan Pierce/The Courier Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira