Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 22:18 Naya Rivera hvarf á miðvikudaginn síðasta þegar hún var ásamt fjögurra ára syni sínum á bát úti á Piru-stöðuvatni í Kaliforníu. Getty/Paul Archuleta Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Rivera frá því á miðvikudag í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Að sögn lögreglunnar fannst lík hennar í vatninu af köfurum lögreglunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var við bakka stöðuvatnsins sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, að embættið teldi nærri allar líkur á að líkið væri Rivera. Þá bætti hann því við að ekkert benti til að andlát hennar hefi borið að með saknæmum hætti eða að hún hafi tekið eigið líf. Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventur-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi við bakka Piru-vatns í dag. Hann segir allar líkur á þvi að líkið sem fannst í vatninu í dag sé lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera.Kevin Winter/Getty Rivera hvarf síðdegis á miðvikudag eftir að hafa stungið sér til sunds með syni sínum í vatninu. Þau höfðu tekið bát á leigu klukkan 1 eftir hádegi en þegar þau áttu að skila bátnum aftur klukkan fjögur sást hvergi til þeirra. Sonur hennar, Josey Hollis Dorsey, sagði við lögregluna að hann og mamma hans hafi farið að synda en eftir að hún hafi lyft honum aftur upp í bátinn hafi hún ekki fylgt honum eftir. Drengurinn var sjálfur í björgunarvesti en annað björgunarvesti, fyrir fullorðinn, fannst um borð í bátnum og er því talið að Rivera hafi ekki klæðst vestinu sem hún tók á leigu. Leitarskilyrði á svæðinu voru einstaklega erfið að sögn lögreglu. Leitin að Rivera í Piru-stöðuvatni var umfangsmikil.Getty/ Amy Sussman Rivera er þekktust fyrir leik sinn í söngþáttunum Glee, þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez. Hún hóf hins vegar söng- og leikferil sinn mun fyrr en hún lék bæði í sjónvarpi og auglýsingum sem barn. Þegar hún var fjögurra ára gömul lék hún í þáttunum Royal Family og fjölda annarra þátta. Árið 2014 lék hún í hryllingsmyndinni At the Devil‘s Dorr. Það sama ár giftist hún samleikara sínum Ryan Dorsey og eignuðust þau saman soninn Josey Hollis Dorsey árið 2016. Parið skildi að borði og sæng árið 2018. Hollywood Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14 Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Rivera frá því á miðvikudag í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Að sögn lögreglunnar fannst lík hennar í vatninu af köfurum lögreglunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var við bakka stöðuvatnsins sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, að embættið teldi nærri allar líkur á að líkið væri Rivera. Þá bætti hann því við að ekkert benti til að andlát hennar hefi borið að með saknæmum hætti eða að hún hafi tekið eigið líf. Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventur-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi við bakka Piru-vatns í dag. Hann segir allar líkur á þvi að líkið sem fannst í vatninu í dag sé lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera.Kevin Winter/Getty Rivera hvarf síðdegis á miðvikudag eftir að hafa stungið sér til sunds með syni sínum í vatninu. Þau höfðu tekið bát á leigu klukkan 1 eftir hádegi en þegar þau áttu að skila bátnum aftur klukkan fjögur sást hvergi til þeirra. Sonur hennar, Josey Hollis Dorsey, sagði við lögregluna að hann og mamma hans hafi farið að synda en eftir að hún hafi lyft honum aftur upp í bátinn hafi hún ekki fylgt honum eftir. Drengurinn var sjálfur í björgunarvesti en annað björgunarvesti, fyrir fullorðinn, fannst um borð í bátnum og er því talið að Rivera hafi ekki klæðst vestinu sem hún tók á leigu. Leitarskilyrði á svæðinu voru einstaklega erfið að sögn lögreglu. Leitin að Rivera í Piru-stöðuvatni var umfangsmikil.Getty/ Amy Sussman Rivera er þekktust fyrir leik sinn í söngþáttunum Glee, þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez. Hún hóf hins vegar söng- og leikferil sinn mun fyrr en hún lék bæði í sjónvarpi og auglýsingum sem barn. Þegar hún var fjögurra ára gömul lék hún í þáttunum Royal Family og fjölda annarra þátta. Árið 2014 lék hún í hryllingsmyndinni At the Devil‘s Dorr. Það sama ár giftist hún samleikara sínum Ryan Dorsey og eignuðust þau saman soninn Josey Hollis Dorsey árið 2016. Parið skildi að borði og sæng árið 2018.
Hollywood Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14 Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14
Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08
Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41