Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 18:02 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram samkvæmt frétt RÚV. Ingibjörg Sólrún var ráðin forstjóri stofnunarinnar fyrir þremur árum síðan á sama tíma og tveir aðrir forstjórar hjá stofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri tóku við. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis. Fimmtíu og sjö aðildarríki eru innan ÖSE en á fundi þeirra á dögunum var ákveðið að fjórmenningarnir myndu ekki starfa áfram fyrir stofnunina. Þau munu því öll fjögur láta af störfum á laugardaginn næstkomandi þegar ráðningartími þeirra rennur út. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því á dögunum að Harlem Désir, forstjóri stofnunar ÖSE sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi, héldi áfram störfum. Samtök evrópskra blaðamanna sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sögðu þau ákvörðun ríkjanna um að lýsa yfir vantrausti til þess fallin að grafa undan fjölmiðlafrelsi. Þá lýstu Tadsíkar og Egyptar yfir ósætti með störf Ingibjargar Sólrúnar og óskuðu eftir því að hún héldi ekki áfram störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar. Ástæðan sem gefin var var sú að Ingibjörg hafi ekki beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir frjálsum félagasamtökum. Aserbaídsjan Tadsíkistan Egyptaland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram samkvæmt frétt RÚV. Ingibjörg Sólrún var ráðin forstjóri stofnunarinnar fyrir þremur árum síðan á sama tíma og tveir aðrir forstjórar hjá stofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri tóku við. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis. Fimmtíu og sjö aðildarríki eru innan ÖSE en á fundi þeirra á dögunum var ákveðið að fjórmenningarnir myndu ekki starfa áfram fyrir stofnunina. Þau munu því öll fjögur láta af störfum á laugardaginn næstkomandi þegar ráðningartími þeirra rennur út. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því á dögunum að Harlem Désir, forstjóri stofnunar ÖSE sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi, héldi áfram störfum. Samtök evrópskra blaðamanna sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sögðu þau ákvörðun ríkjanna um að lýsa yfir vantrausti til þess fallin að grafa undan fjölmiðlafrelsi. Þá lýstu Tadsíkar og Egyptar yfir ósætti með störf Ingibjargar Sólrúnar og óskuðu eftir því að hún héldi ekki áfram störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar. Ástæðan sem gefin var var sú að Ingibjörg hafi ekki beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir frjálsum félagasamtökum.
Aserbaídsjan Tadsíkistan Egyptaland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira