Penninn leggur aukna áherslu á leikföng með kaupum á heildsölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2020 14:22 Verslun Pennans í Skeifunni. penninn. Samkeppniseftirlitið gerar engar athugasemdir við það að Penninn kaupi HB heildverslun að fullu. Markaðshlutdeild fyrirtækjanna styrkist ekki með verulegum hætti eða leiði til annarrar röskunar á samkeppni. Með kaupunum hyggst Penninn auka eigið vöruúrval í verslunum sínum með þeim vörum sem HB hefur umboð fyrir, einkum er varðar leikföng. Fyrirtækin undirrituðu kaupsamning sinn 24. apríl síðastliðinn og með því samþykktu þau að Penninn myndi eignast 100% hlut í HB heildverslun. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að markmið samrunans sé að bæta stöðu Pennans, sem rekur 16 verslanir um land allt, á sviði innflutnings og heildverslunar. HB heildverslun var stofnuð árið 2004 og sérhæfir sig í innflutningi á matvöru og leikföngum. Félögin tvö töldu sig ekki starfa á sama markaði nema að litlu leyti og myndi samruninn því ekki hafa nein áhrif á neytendur. Sú starfsemi sem skarist hjá samrunaaðilum sé starfsemi birgja á markaði með leikföng og tengdum afþreyingavörum, sem sé aðeins „óveruleg hliðarstarfsemi“ í tilfelli Pennans. Þar að auki séu ekki miklar aðgangshindranir, umfram þær sem eru almennt til staðar, á heildsölumarkaði með leikföng. Samuninn myndi því ekki hafa í för með sér breytingu á markaðshlutdeild fyrirtækjanna tveggja með þeim hætti að þeir verði markaðsráðandi. Samkeppniseftirlið féllst á þetta sjónarmið, samruni Pennans og HB heildverslunar myndi leiða til óverulegar „lárettrar samþjöppunar“ eins og það er orðað. „Er það því ljóst að mati eftirlitsins að samruninn muni ekki styrkja markaðshlutdeild fyrirtækjanna með verulegum hætti eða leiða til annarrar röskunar á samkeppni. Þá er það mat eftirlitsins að ekki séu til staðar miklar aðgangshindranir umfram þær sem almennar eru á markaðnum og samhliða innflutningur mögulegur.“ Neytendur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið gerar engar athugasemdir við það að Penninn kaupi HB heildverslun að fullu. Markaðshlutdeild fyrirtækjanna styrkist ekki með verulegum hætti eða leiði til annarrar röskunar á samkeppni. Með kaupunum hyggst Penninn auka eigið vöruúrval í verslunum sínum með þeim vörum sem HB hefur umboð fyrir, einkum er varðar leikföng. Fyrirtækin undirrituðu kaupsamning sinn 24. apríl síðastliðinn og með því samþykktu þau að Penninn myndi eignast 100% hlut í HB heildverslun. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að markmið samrunans sé að bæta stöðu Pennans, sem rekur 16 verslanir um land allt, á sviði innflutnings og heildverslunar. HB heildverslun var stofnuð árið 2004 og sérhæfir sig í innflutningi á matvöru og leikföngum. Félögin tvö töldu sig ekki starfa á sama markaði nema að litlu leyti og myndi samruninn því ekki hafa nein áhrif á neytendur. Sú starfsemi sem skarist hjá samrunaaðilum sé starfsemi birgja á markaði með leikföng og tengdum afþreyingavörum, sem sé aðeins „óveruleg hliðarstarfsemi“ í tilfelli Pennans. Þar að auki séu ekki miklar aðgangshindranir, umfram þær sem eru almennt til staðar, á heildsölumarkaði með leikföng. Samuninn myndi því ekki hafa í för með sér breytingu á markaðshlutdeild fyrirtækjanna tveggja með þeim hætti að þeir verði markaðsráðandi. Samkeppniseftirlið féllst á þetta sjónarmið, samruni Pennans og HB heildverslunar myndi leiða til óverulegar „lárettrar samþjöppunar“ eins og það er orðað. „Er það því ljóst að mati eftirlitsins að samruninn muni ekki styrkja markaðshlutdeild fyrirtækjanna með verulegum hætti eða leiða til annarrar röskunar á samkeppni. Þá er það mat eftirlitsins að ekki séu til staðar miklar aðgangshindranir umfram þær sem almennar eru á markaðnum og samhliða innflutningur mögulegur.“
Neytendur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira