Telur tímabært að breyta löggjöf um getraunir Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 11:32 Magnús Sigurbjörnsson ræddi stöðu getrauna hér á landi í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“ Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“
Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira