Lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar vegna kórónuveirunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2020 20:30 Símon Geirsson, lögreglumaður á Selfossi sem er nú komin í fæðingarorlof en hann missti m.a. af fæðingu dóttur sinnar 27. Júní vegna kórónuveirunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira