Villtir kettir fái lengra líf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:57 Áslaug Eyfjörð varaformaður Villikatta er mikill dýravinur og hefur bargað mörgum köttum í gegnum tíðina. Vísir/Baldur Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira