„Þessi dómsmálaráðherra bullar bara“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2020 11:51 Björn Leví Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún hafa verið ýmsa annmarka á frumvarpi sem Píratar lögðu fram um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Áslaug sagði samhljóm ríkja milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ sagði Áslaug þegar hún var spurð hvers vegna frumvarp Pírata hefði ekki verið samþykkt, fyrst samhljómur sé á þingi um afglæpun neysluskammta. Björn Leví hefur nú birt Facebook færslu, þar sem hann svarar gagnrýni ráðherrans á frumvarpið. Hann segir alla gagnrýnina snúa að frumvarpinu eins og það var lagt fram í upphafi en sú vinna sem unnin hafi verið í þinginu og þær breytingatillögur sem komið hafi fram hafi verið hundsaðar. Hér að neðan má sjá færsluna, sem Björn Leví byrjar á orðunum „Þessi dómsmálaráðherra bullar bara,“ og reynir að svara gagnrýni á þau atriði sem nefnd hafa verið og bendir á ákvæði frumvarpsins eða önnur gögn í málinu. „Það vantaði ekkert. Það var búið að bregðast við öllum ábendingum. Svona málflutningur ráðherra er beinlínis óheiðarlegur og villandi, því hún á að vita betur en þetta ... en segir það samt. Það eru nákvæmlega svona stjórnmál sem halda öllu í heljargreipum (bókstaflega [með tilliti til] þessa frumvarps). Svona frjálsleg meðhöndlun á staðreyndum málsins er sandkassaleikur sem kostar mannslíf, vegna þess að vandamálið er enn til staðar. Vandamál sem væri hægt að byrja að leysa ef frumvarp Pírata hefði verið samþykkt,“ skrifar Björn Leví. Meirihlutinn hundsi stóru myndina Í samtali við Vísi segist Björn velta fyrir hvort ráðherrann hefði yfir höfuð lesið frumvarpið sem um ræðir. „Það augljóslega vantar ekki það sem hún kvartar um að vanti. Þá veltir maður fyrir sér, las hún ekki breytingatillögurnar eða er hún viljandi að sleppa þeim? Hvort tveggja er frekar alvarlegt,“ segir Björn Leví. Hann segir meirihlutann ekki hafa fundið galla á málinu sem hægt hafi verið að gagnrýna á málefnalegan hátt. Meirihlutinn hafi þannig valið að hafa „tæknilega“ rétt fyrir sér. „Vissulega vantaði þetta í framlagt frumvarp, en ekki þegar var búið að klára að vinna málið með umsagnaraðilum og í nefndinni. Þá var búið að vinna málið. Þau hafa tæknilega rétt fyrir sér þegar þau segja að frumvarpinu hafi verið ábótavant. Þau hafa þó ekki enn getað komið með athugasemdir um hvað vantar í fullunnið máli.“ Björn Leví segir meirihlutann hafa haft sex mánuði frá því nefndaráliti var skilað til þess að koma áleiðis breytingatillögum eða athugasemdum. „Það kom ekki neitt“ Birni detti helst í hug að meirihlutinn einfaldlega vilji ekki að málið fari í gegn. Mögulega vilji meirihlutinn eigna sér heiðurinn Hann segir að sér komi óhjákvæmilega til hugar að meirihlutinn ætli sér að leggja fram svipað frumvarp og Píratar gerðu, og þannig „eigna sér heiðurinn“ að afglæpun neysluskammta. „Mér dettur ekki í hug nein önnur útskýring fyrir því að sleppa því að samþykkja frumvarpið núna síðast. Þetta er bara spurning um líf og dauða hjá ansi mörgum, þegar allt kemur til alls,“ segir Björn Leví, sem segist aðspurður myndu styðja frumvarp ráðherra um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Björn Leví segist þó aðspurður myndu styðja frumvarp ráðherra um afglæpun neysluskammta fíkniefna. „Að sjálfsögðu. Ég vona að það verði mjög vel unnið, og mjög gott og svo framvegis. Mig grunar að það verði það hins vegar ekki, af því að þannig er oft unnið, finnst manni, með frumvörp sem á að sýnast vera að vinna í, en er ekki raunverulega verið að gera.“ Sjálfur telur Björn að þegar á hólminn verði komið, og vinna að frumvarpi ráðherrans hafin. Muni koma fram gagnrýni úr ýmsum áttum sem muni hægja á málinu og ákall um meira samtal muni berast frá meirihlutanum. Sjálfur telji hann enga ástæðu til að tefja málið meira en þegar hefur verið gert. Fíkn Alþingi Píratar Tengdar fréttir Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. 11. júlí 2020 18:35 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún hafa verið ýmsa annmarka á frumvarpi sem Píratar lögðu fram um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Áslaug sagði samhljóm ríkja milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ sagði Áslaug þegar hún var spurð hvers vegna frumvarp Pírata hefði ekki verið samþykkt, fyrst samhljómur sé á þingi um afglæpun neysluskammta. Björn Leví hefur nú birt Facebook færslu, þar sem hann svarar gagnrýni ráðherrans á frumvarpið. Hann segir alla gagnrýnina snúa að frumvarpinu eins og það var lagt fram í upphafi en sú vinna sem unnin hafi verið í þinginu og þær breytingatillögur sem komið hafi fram hafi verið hundsaðar. Hér að neðan má sjá færsluna, sem Björn Leví byrjar á orðunum „Þessi dómsmálaráðherra bullar bara,“ og reynir að svara gagnrýni á þau atriði sem nefnd hafa verið og bendir á ákvæði frumvarpsins eða önnur gögn í málinu. „Það vantaði ekkert. Það var búið að bregðast við öllum ábendingum. Svona málflutningur ráðherra er beinlínis óheiðarlegur og villandi, því hún á að vita betur en þetta ... en segir það samt. Það eru nákvæmlega svona stjórnmál sem halda öllu í heljargreipum (bókstaflega [með tilliti til] þessa frumvarps). Svona frjálsleg meðhöndlun á staðreyndum málsins er sandkassaleikur sem kostar mannslíf, vegna þess að vandamálið er enn til staðar. Vandamál sem væri hægt að byrja að leysa ef frumvarp Pírata hefði verið samþykkt,“ skrifar Björn Leví. Meirihlutinn hundsi stóru myndina Í samtali við Vísi segist Björn velta fyrir hvort ráðherrann hefði yfir höfuð lesið frumvarpið sem um ræðir. „Það augljóslega vantar ekki það sem hún kvartar um að vanti. Þá veltir maður fyrir sér, las hún ekki breytingatillögurnar eða er hún viljandi að sleppa þeim? Hvort tveggja er frekar alvarlegt,“ segir Björn Leví. Hann segir meirihlutann ekki hafa fundið galla á málinu sem hægt hafi verið að gagnrýna á málefnalegan hátt. Meirihlutinn hafi þannig valið að hafa „tæknilega“ rétt fyrir sér. „Vissulega vantaði þetta í framlagt frumvarp, en ekki þegar var búið að klára að vinna málið með umsagnaraðilum og í nefndinni. Þá var búið að vinna málið. Þau hafa tæknilega rétt fyrir sér þegar þau segja að frumvarpinu hafi verið ábótavant. Þau hafa þó ekki enn getað komið með athugasemdir um hvað vantar í fullunnið máli.“ Björn Leví segir meirihlutann hafa haft sex mánuði frá því nefndaráliti var skilað til þess að koma áleiðis breytingatillögum eða athugasemdum. „Það kom ekki neitt“ Birni detti helst í hug að meirihlutinn einfaldlega vilji ekki að málið fari í gegn. Mögulega vilji meirihlutinn eigna sér heiðurinn Hann segir að sér komi óhjákvæmilega til hugar að meirihlutinn ætli sér að leggja fram svipað frumvarp og Píratar gerðu, og þannig „eigna sér heiðurinn“ að afglæpun neysluskammta. „Mér dettur ekki í hug nein önnur útskýring fyrir því að sleppa því að samþykkja frumvarpið núna síðast. Þetta er bara spurning um líf og dauða hjá ansi mörgum, þegar allt kemur til alls,“ segir Björn Leví, sem segist aðspurður myndu styðja frumvarp ráðherra um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Björn Leví segist þó aðspurður myndu styðja frumvarp ráðherra um afglæpun neysluskammta fíkniefna. „Að sjálfsögðu. Ég vona að það verði mjög vel unnið, og mjög gott og svo framvegis. Mig grunar að það verði það hins vegar ekki, af því að þannig er oft unnið, finnst manni, með frumvörp sem á að sýnast vera að vinna í, en er ekki raunverulega verið að gera.“ Sjálfur telur Björn að þegar á hólminn verði komið, og vinna að frumvarpi ráðherrans hafin. Muni koma fram gagnrýni úr ýmsum áttum sem muni hægja á málinu og ákall um meira samtal muni berast frá meirihlutanum. Sjálfur telji hann enga ástæðu til að tefja málið meira en þegar hefur verið gert.
Fíkn Alþingi Píratar Tengdar fréttir Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. 11. júlí 2020 18:35 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. 11. júlí 2020 18:35